Tímamótamark Kane kom í veg fyrir að City minnkaði forystu Arsenal á toppnum 5. febrúar 2023 18:32 Harry Kane og Dejan Kulusevski fagna hér marki þess fyrrnefnda í dag. Vísir/Getty Harry Kane var hetja Tottenham þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Manchester City í dag. Mark Kane gerði hann að markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi. Tottenham Hotspur og Manchester City mættust í Lundúnum í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tap Arsenal gegn Everton í gær gaf Manchester City tækifæri til að minnka forystu Arsenal á toppnum niður í tvö stig. Leikurinn fór heldur rólega af stað en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki á hliðarlínunni í dag vegna veikinda. Hann hefur þó væntanlega verið sáttur þegar Harry Kane kom Tottenham yfir á 15.mínútu leiksins eftir að Pierre Hojberg hafði unnið boltann af Rodri rétt fyrir framan teig City. Kane var öryggið uppmálað og kláraði færið vel. 200 Premier League goals Tottenham's all-time top scorerHarry Kane makes HISTORY pic.twitter.com/J0pQLlMKUp— B/R Football (@brfootball) February 5, 2023 Markið var sögulegt því það þýðir að Kane er núna markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi en hann hefur nú skorað 267 mörk í öllum keppnum, einu meira en goðsögnin Jimmy Greaves. Markið var einnig mark núm er 200 hjá Kane í ensku úrvalsdeildinni og bætist hann þar með í hóp með Alan Shearer og Wayne Rooney sem hafa náð þeim áfanga. Staðan í hálfleik var 1-0 en City reyndi hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleiknum. Kevin De Bruyne hafði byrjað leikinn á bekknum en hann kom inná á 59.mínútu leiksins. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Cristian Romero sitt annað gula spjald og þar með rautt og þurfti Tottenham því að berjast einum færri síðustu mínúturnar. Það tókst hjá heimamönnum sem fögnuðu góðum sigri á meðan leikmenn City fóru svekktir af velli. Manchester City er með 45 stig, fimm stigum á eftir Arsenal í öðru sæti deildarinnar. Tottenham er í fimmta sæti með 39 stig. Enski boltinn
Harry Kane var hetja Tottenham þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Manchester City í dag. Mark Kane gerði hann að markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi. Tottenham Hotspur og Manchester City mættust í Lundúnum í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tap Arsenal gegn Everton í gær gaf Manchester City tækifæri til að minnka forystu Arsenal á toppnum niður í tvö stig. Leikurinn fór heldur rólega af stað en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki á hliðarlínunni í dag vegna veikinda. Hann hefur þó væntanlega verið sáttur þegar Harry Kane kom Tottenham yfir á 15.mínútu leiksins eftir að Pierre Hojberg hafði unnið boltann af Rodri rétt fyrir framan teig City. Kane var öryggið uppmálað og kláraði færið vel. 200 Premier League goals Tottenham's all-time top scorerHarry Kane makes HISTORY pic.twitter.com/J0pQLlMKUp— B/R Football (@brfootball) February 5, 2023 Markið var sögulegt því það þýðir að Kane er núna markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi en hann hefur nú skorað 267 mörk í öllum keppnum, einu meira en goðsögnin Jimmy Greaves. Markið var einnig mark núm er 200 hjá Kane í ensku úrvalsdeildinni og bætist hann þar með í hóp með Alan Shearer og Wayne Rooney sem hafa náð þeim áfanga. Staðan í hálfleik var 1-0 en City reyndi hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleiknum. Kevin De Bruyne hafði byrjað leikinn á bekknum en hann kom inná á 59.mínútu leiksins. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Cristian Romero sitt annað gula spjald og þar með rautt og þurfti Tottenham því að berjast einum færri síðustu mínúturnar. Það tókst hjá heimamönnum sem fögnuðu góðum sigri á meðan leikmenn City fóru svekktir af velli. Manchester City er með 45 stig, fimm stigum á eftir Arsenal í öðru sæti deildarinnar. Tottenham er í fimmta sæti með 39 stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti