Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sameinast í nýju lagi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 14:31 Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“. Vísir/Vilhelm- Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór, leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“ sem kom út nú á miðnætti. Lagið gæti auðveldlega orðið einn af stórsmellum ársins. „Við Þormóður erum búnir að sitja á þessu lagi í smá tíma núna,“ sagði Herra Hnetusmjör í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann á þá við Þormóð Eiríksson, einn vinsælasta pródúsent landsins. Þeir félagar voru ekki alveg vissir hvað þeir vildu gera við þetta lag. Að lokum ákváðu þeir að fá einn vinsælasta söngvara landsins, Friðrik Dór, til þess að vera með þeim í laginu. Í dýpri kantinum „Beisiklí fjallar lagið um smá togstreitu. Þetta er svona í dýpri kantinum miðað við mig. Ég er ekkert að gera upp einhver mál. En þetta er svona smá togstreita og svo er boðskapurinn að halda áfram,“ lýsir Herra Hnetusmjör. Herra Hnetusmjör gaf út óvenju fá lög á síðasta ári. Hann segir þó að þetta lag sé aðeins byrjunin á stóru útgáfuári hjá honum. Hér fyrir neðan má hlusta á lagið í heild sinni en það er einnig aðgengilegt á streymisveitunni Spotify. Klippa: Vinn við það - Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór „Það er eiginlega gott fyrir keppendur að mitt atkvæði gildir „nada“ í kvöld“ Þrátt fyrir að hafa gefið út fá lög undanfarin misseri, hefur Herra Hnetusmjör haft í nógu að snúast. Hann hefur undanfarna mánuði setið í dómnefnd Idolsins, ásamt þeim Birgittu Haukdal, Bríeti og Daníel Ágústi. Í kvöld fara fram fjögurra manna úrslit í Idolhöllinni. Einn keppandinn, Símon Grétar, lægst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætlar að flytja lagið Vangaveltur eftir Herra Hnetusmjör. „Það er náttúrlega auka pressa. Ég þekki hvert andartak í laginu, enda samdi ég það með honum Ásgeiri Orra. Ég er ógeðslega spenntur. Ef ég þyrfti að óska mér einhvern Idol keppanda að taka eitthvað lag, þá væri það Símon að taka Vangaveltur. Það er eiginlega bara gott fyrir keppendur að mitt atkvæði gildir „nada“ í kvöld, það er þjóðin sem kýs.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Herra Hnetusmjör í heild sinni. Klippa: Brennslan - Herra Hnetusmjör og Þormóður Tónlist Idol Brennslan FM957 Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör rétti ungum aðdáanda derhúfu fulla af peningaseðlum Það var ótrúlega góð stemning í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Rapparinn tók alla sína helstu slagara og áhorfendur dönsuðu með. 26. ágúst 2022 13:31 Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins. 8. júlí 2022 21:03 Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 20. júní 2022 08:00 Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör gefa út nýtt lag: „Það er alveg kominn tími á smá fokking stemningu“ Tveir vinsælustu rapparar landsins, þeir Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör leiða saman hesta sína í laginu Hálfa milljón sem kom út í dag. Því er spáð að lagið verði einn af stærri sumarsmellum ársins 2022. 22. apríl 2022 13:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
„Við Þormóður erum búnir að sitja á þessu lagi í smá tíma núna,“ sagði Herra Hnetusmjör í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann á þá við Þormóð Eiríksson, einn vinsælasta pródúsent landsins. Þeir félagar voru ekki alveg vissir hvað þeir vildu gera við þetta lag. Að lokum ákváðu þeir að fá einn vinsælasta söngvara landsins, Friðrik Dór, til þess að vera með þeim í laginu. Í dýpri kantinum „Beisiklí fjallar lagið um smá togstreitu. Þetta er svona í dýpri kantinum miðað við mig. Ég er ekkert að gera upp einhver mál. En þetta er svona smá togstreita og svo er boðskapurinn að halda áfram,“ lýsir Herra Hnetusmjör. Herra Hnetusmjör gaf út óvenju fá lög á síðasta ári. Hann segir þó að þetta lag sé aðeins byrjunin á stóru útgáfuári hjá honum. Hér fyrir neðan má hlusta á lagið í heild sinni en það er einnig aðgengilegt á streymisveitunni Spotify. Klippa: Vinn við það - Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór „Það er eiginlega gott fyrir keppendur að mitt atkvæði gildir „nada“ í kvöld“ Þrátt fyrir að hafa gefið út fá lög undanfarin misseri, hefur Herra Hnetusmjör haft í nógu að snúast. Hann hefur undanfarna mánuði setið í dómnefnd Idolsins, ásamt þeim Birgittu Haukdal, Bríeti og Daníel Ágústi. Í kvöld fara fram fjögurra manna úrslit í Idolhöllinni. Einn keppandinn, Símon Grétar, lægst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætlar að flytja lagið Vangaveltur eftir Herra Hnetusmjör. „Það er náttúrlega auka pressa. Ég þekki hvert andartak í laginu, enda samdi ég það með honum Ásgeiri Orra. Ég er ógeðslega spenntur. Ef ég þyrfti að óska mér einhvern Idol keppanda að taka eitthvað lag, þá væri það Símon að taka Vangaveltur. Það er eiginlega bara gott fyrir keppendur að mitt atkvæði gildir „nada“ í kvöld, það er þjóðin sem kýs.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Herra Hnetusmjör í heild sinni. Klippa: Brennslan - Herra Hnetusmjör og Þormóður
Tónlist Idol Brennslan FM957 Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör rétti ungum aðdáanda derhúfu fulla af peningaseðlum Það var ótrúlega góð stemning í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Rapparinn tók alla sína helstu slagara og áhorfendur dönsuðu með. 26. ágúst 2022 13:31 Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins. 8. júlí 2022 21:03 Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 20. júní 2022 08:00 Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör gefa út nýtt lag: „Það er alveg kominn tími á smá fokking stemningu“ Tveir vinsælustu rapparar landsins, þeir Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör leiða saman hesta sína í laginu Hálfa milljón sem kom út í dag. Því er spáð að lagið verði einn af stærri sumarsmellum ársins 2022. 22. apríl 2022 13:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Herra Hnetusmjör rétti ungum aðdáanda derhúfu fulla af peningaseðlum Það var ótrúlega góð stemning í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Rapparinn tók alla sína helstu slagara og áhorfendur dönsuðu með. 26. ágúst 2022 13:31
Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins. 8. júlí 2022 21:03
Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 20. júní 2022 08:00
Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör gefa út nýtt lag: „Það er alveg kominn tími á smá fokking stemningu“ Tveir vinsælustu rapparar landsins, þeir Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör leiða saman hesta sína í laginu Hálfa milljón sem kom út í dag. Því er spáð að lagið verði einn af stærri sumarsmellum ársins 2022. 22. apríl 2022 13:30