Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Mason Greenwood er laus allra mála en fær hvorki að æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli hans. Visionhaus/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood will not be play or train with United until the club have completed their own internal investigation. No timeframe for how long that will last.— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 2, 2023 Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref. Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16 Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46 Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood will not be play or train with United until the club have completed their own internal investigation. No timeframe for how long that will last.— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 2, 2023 Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref. Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16 Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46 Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29
Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16
Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46
Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10