„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. janúar 2023 13:31 Guðjón Smári segir að hann hafi ekki sjálfur átt hugmyndina að fatavalinu. Stöð 2 Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. „Ég hugsaði með mér þegar þátturinn byrjaði, jæja nú dett ég út,“ sagði Guðjón Smári í Brennslunni á FM957 í dag. Úrslit þáttarins komu honum því ekki á óvart. „Það var ekki mín hugmynd að vera ber að ofan,“ sagði hann um fatavalið á föstudaginn sem vakti mikla athygli. „Ég var olíuborinn á bumbunni.“ Hann segir að atriðið hafi verið það flott að kvenþjóðin hafi farið á hliðina. „Karlþjóðin líka.“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Vesen hjá þjóðinni Eins og fjallað var um á Vísi tók Guðjón áhættu í millistiginu í dómaraprufunum og skipti um lag á síðustu stundu. Það virkaði og skilaði honum alla leið í átta manna úrslit þar sem hann hefur blómstrað. „Þetta er náttúrulega bara rugl,“ sagði Guðjón Smári glottandi í Idol þættinum þegar hann kvaddi. „Það er greinilega eitthvað vesen hjá íslensku þjóðinni,“ bætti hann svo við. „Fáránlegt.“ Dómararnir þökkuðu honum fyrir að setja skemmtilegan svip á keppnina. „Þú ert stjarna og þú ert að fara að rísa hærra en þetta,“ sagði dómarinn Birgitta Haukdal þegar úrslitin lágu fyrir. Á stóra Idol sviðinu hefur hann flutt lög eins og Slipping Through My Fingers, I Want to Know What Love Is og nú síðast You Know My Name úr myndinni Casino Royal. Brot af flutningi hans frá því á föstudag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Smári flutti You Know My Name Vaknar í sprelli Guðjón Smári er einstaklega hvatvís og hress týpa eins og áhorfendur fengu að fylgjast með í Idol. „Það sem ég er búinn að vera að berjast við þegar hún elsku fallega Bríet mín biður um einlægni, er að ég vakna bara í sprelli.“ Hann er þó mjög væminn í lagavali. „Ég hlusta bara á lög sem hægt er að grenja við, væmnustu tónlistina,“ viðurkenndi Guðjón Smári í yfirheirslu í Brennslunni. Guðjón Smári endaði í fimmta sæti í Idol.Vísir/Hulda Margrét Viðtalið í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Guðjón Smári kemur inn á mínútu 1:31:28 í þættinum. Idol Brennslan FM957 Tónlist Tengdar fréttir Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 27. janúar 2023 20:33 Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. 27. janúar 2023 09:04 Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Ég hugsaði með mér þegar þátturinn byrjaði, jæja nú dett ég út,“ sagði Guðjón Smári í Brennslunni á FM957 í dag. Úrslit þáttarins komu honum því ekki á óvart. „Það var ekki mín hugmynd að vera ber að ofan,“ sagði hann um fatavalið á föstudaginn sem vakti mikla athygli. „Ég var olíuborinn á bumbunni.“ Hann segir að atriðið hafi verið það flott að kvenþjóðin hafi farið á hliðina. „Karlþjóðin líka.“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Vesen hjá þjóðinni Eins og fjallað var um á Vísi tók Guðjón áhættu í millistiginu í dómaraprufunum og skipti um lag á síðustu stundu. Það virkaði og skilaði honum alla leið í átta manna úrslit þar sem hann hefur blómstrað. „Þetta er náttúrulega bara rugl,“ sagði Guðjón Smári glottandi í Idol þættinum þegar hann kvaddi. „Það er greinilega eitthvað vesen hjá íslensku þjóðinni,“ bætti hann svo við. „Fáránlegt.“ Dómararnir þökkuðu honum fyrir að setja skemmtilegan svip á keppnina. „Þú ert stjarna og þú ert að fara að rísa hærra en þetta,“ sagði dómarinn Birgitta Haukdal þegar úrslitin lágu fyrir. Á stóra Idol sviðinu hefur hann flutt lög eins og Slipping Through My Fingers, I Want to Know What Love Is og nú síðast You Know My Name úr myndinni Casino Royal. Brot af flutningi hans frá því á föstudag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Smári flutti You Know My Name Vaknar í sprelli Guðjón Smári er einstaklega hvatvís og hress týpa eins og áhorfendur fengu að fylgjast með í Idol. „Það sem ég er búinn að vera að berjast við þegar hún elsku fallega Bríet mín biður um einlægni, er að ég vakna bara í sprelli.“ Hann er þó mjög væminn í lagavali. „Ég hlusta bara á lög sem hægt er að grenja við, væmnustu tónlistina,“ viðurkenndi Guðjón Smári í yfirheirslu í Brennslunni. Guðjón Smári endaði í fimmta sæti í Idol.Vísir/Hulda Margrét Viðtalið í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Guðjón Smári kemur inn á mínútu 1:31:28 í þættinum.
Idol Brennslan FM957 Tónlist Tengdar fréttir Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 27. janúar 2023 20:33 Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. 27. janúar 2023 09:04 Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 27. janúar 2023 20:33
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. 27. janúar 2023 09:04
Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00