Helmingurinn af hljómsveitinni Winter Leaves býr á Egilsstöðum og hinn helmingurinn á Álftanesi. Þau Hannes Valur Bryndísarson og Soffía Björg Sveinsdóttir eru meðlimir hljómsveitarinnar og fyrrverandi par. Þau voru byrjuð að semja tónlist saman áður en þau stofnuðu bandið, sem varð ekki til fyrr en eftir að þau slitu sambandinu sem þau segja að mörgum hafi fundist mjög furðulegt.
Danni Dæmalausi, útvarpsmaður á X977 tók sveitina tali um lagið þeirra Feel.
Winter Leaves gáfu út EP plötuna Higher og breiðskífuna Cold September árið 2019.
Útslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar, þau lög eru:
Karma Brigade – Alive
Winter Leaves – Feel
Bucking Fastards – Don Coyote
Beef – Góði hirðirinn
Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
Auður Linda – I´m Not The One
Merkúr – Faster Burns The Fuse
Sóðaskapur – Mamma ver
Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.
Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar