Myrti meðhjálpara með sveðju og særði prest Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 11:02 Maður vopnaður sveðju myrti einn og særði minnst þrjá á Spáni í gær. EPA/A. Carrasco Ragel Maður vopnaður sveðju myrti meðhjálpara og særði prest alvarlega í árásum við tvær kirkjur í borginni Algeciras á Spáni í gærkvöldi. Þrír aðrir eru sagðir særðir en mögulegt er að árásirnar verði skilgreindar sem hryðjuverk en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu. Maðurinn réðst fyrst á prest við kirkjuna Maria Auxiliadora y San Isidro um klukkan sjö í gær. Áður en hann réðst á prestinn byrjaði hann að hræða aðra kirkjugesti með ógnandi hegðun, samkvæmt frétt El Mundo og öskraði hann á fólk að yfirgefa kaþólsku kirkjuna. Hann fór svo út en sneri aftur nokkru síðar með sveðju og réðst á prestinn og særði hann alvarlega. Þá gekk árásarmaðurinn í um fimm mínútur þar til hann kom að annarri kirkju. Meðhjálpari í kirkjunni flúði út á götu en árásarmaðurinn elti hann og myrti með sveðjunni. Presturinn er sagður í stöðugu ástandi. Í frétt El Mundo segir að árásarmaðurinn heitir Yasin Kanza og sé 25 ára gamall. Hann er frá Norður-Afríku og stóð til að vísa honum úr landi á næstunni. Miðillinn segir enn fremur að hann hafi verið undir eftirliti lögreglunnar. Algeciras er bær á Suður-Spáni, skammt frá Gíbraltar. El Mundo segir að Kanza sé talinn í ójafnvægi og þykir nokkuð víst að hann hafi verið einn að verki. Kanza sagði ekkert þegar hann var handtekinn en streittist á móti við handtökuna. Heimildarmaður El Mundo segir hann hafa brosað eftir að hann var handtekinn. Verið er að rannsaka hvort hann hafi orðið fyrir áhrifum frá hryðjuverka- og/eða öfgahópum. Spánn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Maðurinn réðst fyrst á prest við kirkjuna Maria Auxiliadora y San Isidro um klukkan sjö í gær. Áður en hann réðst á prestinn byrjaði hann að hræða aðra kirkjugesti með ógnandi hegðun, samkvæmt frétt El Mundo og öskraði hann á fólk að yfirgefa kaþólsku kirkjuna. Hann fór svo út en sneri aftur nokkru síðar með sveðju og réðst á prestinn og særði hann alvarlega. Þá gekk árásarmaðurinn í um fimm mínútur þar til hann kom að annarri kirkju. Meðhjálpari í kirkjunni flúði út á götu en árásarmaðurinn elti hann og myrti með sveðjunni. Presturinn er sagður í stöðugu ástandi. Í frétt El Mundo segir að árásarmaðurinn heitir Yasin Kanza og sé 25 ára gamall. Hann er frá Norður-Afríku og stóð til að vísa honum úr landi á næstunni. Miðillinn segir enn fremur að hann hafi verið undir eftirliti lögreglunnar. Algeciras er bær á Suður-Spáni, skammt frá Gíbraltar. El Mundo segir að Kanza sé talinn í ójafnvægi og þykir nokkuð víst að hann hafi verið einn að verki. Kanza sagði ekkert þegar hann var handtekinn en streittist á móti við handtökuna. Heimildarmaður El Mundo segir hann hafa brosað eftir að hann var handtekinn. Verið er að rannsaka hvort hann hafi orðið fyrir áhrifum frá hryðjuverka- og/eða öfgahópum.
Spánn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira