Hinn 31 árs gamli Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid, státar núna af bleiku hári.
Hann er með sex mörk og sjö stoðsendingar með Atlético í spænsku deildinni á þessu tímabili.
Í síðasta leik var bæði með marki og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Valladolid. Þetta var fyrsta markið hans eftir HM í Katar þar sem hann spilaði vel með silfurliði Frakka.
Eftir leikinn ákvað Griezmann að gleðja stuðningsmann Atlético Madrid með því að gefa keppnistreyjuna sína.
Griezmann fann auðvitað þá bleikustu í stúkunni og gaf henni treyjuna.
Stelpa með mjög bleikt hár grét af gleði eftir að hafa fengið keppnistreyju uppáhaldsleikmannsins síns eins og sjá má hér fyrir neðan.