Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. janúar 2023 17:00 Alberto Nuñez Feijóo tók við formennsku í Lýðflokknum í byrjun apríl í fyrra. Hann freistar þess á þessu ári að koma sósíalistum frá völdum í þingkosningum sem fara fram síðla árs og leiða Lýðflokkinn aftur til valda. Eduardo Parra/Getty Images Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk. Spánn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk.
Spánn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira