„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. janúar 2023 14:30 Í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar var rætt við Björgvin Halldórsson. Stöð 2 „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur
Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30