Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun Árni Jóhannsson skrifar 20. janúar 2023 20:29 Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin í viðtalinu en hann langaði að segja ansi margt. Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp. Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54