Róbert Aron Hostert endaði í 1. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Og þá var eftir einn. Róbert Aron Hostert. Að mati sérfræðinga Vísis besti leikmaður í efstu deild karla á Íslandi á þessari öld. Sex af tuttugu sérfræðingum voru með hann í 1. sæti, sjö í 2. sæti, einn í 3. sæti, þrír í 4. sæti og einn í því fimmta. Öllum er frjálst að vera ósammála þessu vali og hægt er að rökræða þetta þar til fólk verður fjólublátt í framan en því verður aldrei neitað að ferilskrá Róberts er afar tilkomumikil. Róbert hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og það með þremur liðum. Aðeins Baldvin Þorsteinsson hefur afrekað það að verða meistari með þremur liðum, allavega í seinni tíð. Titlasöfnun er eins og góð pest sem fylgir Róberti og hann smitar aðra af. Róbert lék sína fyrstu leiki í efstu deild tímabilið 2008-09.vísir/vilhelm En förum aðeins yfir meistaraútgáfurnar fjórar af Róberti. Fyrst er það Fram-Róbert. Skytta sem var að springa úr hæfileikum og virtist geta náð jafn langt og honum sýndist. En það tók nokkur ár að raða öllum púslunum rétt saman í heildarmyndina. Það tókst 2013. Róbert, Sigurður Eggertsson og Jóhann Gunnar Einarsson mynduðu frábæra útilínu sem var sterkasti hluti Fram-liðsins sem endaði í 3. sæti deildarinnar og sló FH úr leik í undanúrslitunum. Flestir áttu von á því að Haukar, með sína hæfileika og breidd, myndu taka titilinn en Fram var á öðru máli og vann þann stóra. Róbert átti risastóran þátt í því, spilaði góða vörn og skoraði rúmlega fimm mörk að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Síðhærður og sólbrúnn Róbert með Íslandsmeistarabikarinn 2013.ljósmyndasafn jkg Hvað gera tvítugir Íslandsmeistarar þá? Flytja þá bara til Eyja og ganga í raðir nýliða ÍBV sem höfðu aldrei orðið Íslandsmeistarar. En það breyttist við komu Róberts. Hjá ÍBV var Róbert í öðruvísi hlutverki en hjá Fram og spilaði aðallega sem leikstjórnandi. Og honum fórst það fáránlega vel úr hendi. Eyjamenn enduðu í 2. sæti Olís-deildarinnar, hentu Valsmönnum úr leik í undanúrslitunum og unnu svo Hauka í einu besta úrslitaeinvígi allra tíma. Róbert skoraði 52 mörk í tíu leikjum í úrslitakeppninni. Sex þeirra komu í oddaleiknum á Ásvöllum sem ÍBV vann, 28-29. Róbert varð þarna Íslandsmeistari annað árið í röð. Þetta virkaði bara alltof auðvelt fyrir hann. Eftir tvö ár í atvinnumennsku sneri Róbert aftur til Eyja 2016. Og þau undur og stórmerki gerðust að hann varð ekki Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu þar. Woddafokk? Það var snarlega leiðrétt á næsta tímabili og gott betur. ÍBV vann allt sem hægt var að vinna, þrennuna svokölluðu; tók deild, bikar og landaði svo stærsta fiskinum, Íslandsmeistaratitlinum. Róbert heldur á Degi Arnarssyni eftir að ÍBV varð Íslandsmeistari 2018 eftir sigur á FH í Kaplakrika.vísir/andri marinó Róbert var þarna að mestu í hlutverki leikstjórnanda eins og þegar hann var áður í ÍBV. Með Agnar Smára Jónsson og Sigurberg Sveinsson sitt hvoru megin við sig var ekki jafn mikil pressa á honum að skora og oft áður en hann gerði samt 38 mörk í níu leikjum í úrslitakeppninni. Nú var kominn tími á nýja áskorun. Róbert fór á Hlíðarenda og gekk í raðir Vals. Og fyrstu árin þar ... ekki svo góð. Valur féll út fyrir Selfossi í undanúrslitum tímabilið 2018-19, varð deildarmeistari 2019-20 en tímabilið var ósælla minninga blásið af vegna veirunnar skæðu. Eftir misjafnt gengi framan af tímabili 2020-21 hrukku Valsmenn í gang í úrslitakeppninni. Og þetta ógurlega skrímsli, Valshraðlestin, fæddist eiginlega í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Þar var Róbert lestarstjórinn. Hann var augljóslega langt frá því að vera heill og var notaður sparlega. En þær mínútur sem hann spilaði, spilaði hann af hundrað prósent krafti. Stóð frábæra vörn, keyrði upp hraðann þegar boltinn vannst og var stórhættulegur í seinni bylgjunni. Róbert í bikarúrslitaleik Vals og KA 2022.vísir/hulda margrét Valsmenn urðu Íslandsmeistarar 2021 og unnu svo allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Róbert vann þar með aðra þrennuna á ferlinum. Róbert hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Vals og misst af fjölmörgum leikjum. Á árunum 2018-22 spilaði hann til að mynda aðeins 51 af 86 deildarleikjum sem í boði eru. Og hann er frá vegna erfiðra hálsmeiðsla þegar þetta er skrifað. Róbert er búinn að koma sér vel fyrir á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Róbert verður sennilega aldrei sama afl og hann var áður og það er ekki hægt að treysta á að hann geti borið lið uppi. Meiðslasagan er bara þannig. En hann er enn frábær. Það þarf bara að nota hann rétt og stýra álaginu. Tíu mínútur hér, tíu mínútur þar, og allt gert á fullu. Hlutverk hans síðasta hluta ferilsins gæti aðallega verið sem varnarmaður og svo seinni bylgju ógn. Hann er nefnilega frábær varnarmaður og hefur orðið betri á því sviði eftir því sem liðið hefur á ferilinn. Róbert Aron er mesta efni sem komið hefur fram á Íslandi. Hæfileikarnir hafa lekið af honum frá fyrsta degi. Ekki bara sem leikstjórnandi heldur skytta í fremstu röð. Á síðustu árum, og ekki síst í liði Vals, hefur hann orðið einn albesti varnarmaður deildarinnar. Fyrsta flokks liðsmaður og í raun með ólíkindum að þetta hæfileikabúnt hafi ekki átt fast sæti í landsliðinu. Í raun rannsóknarefni en kannski bara við hann sjálfan að sakast. En ferillinn hér heima einn sá glæsilegasti sem leikmaður getur státað af enda er Róbert sannur sigurvegari. Þar tala titlarnir allir sínu máli. Gaupi Róbert hafði hæfileika til að afreka meira erlendis og hefði eflaust viljað komast að í landsliðinu. En með svona feril er erfitt að segja ef og hefði. Horfiði bara á afrekaskrána hérna heima. Hólí sjitt! Hérna er hann kóngurinn, hérna er hann sá besti. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport
grafík/hjalti Og þá var eftir einn. Róbert Aron Hostert. Að mati sérfræðinga Vísis besti leikmaður í efstu deild karla á Íslandi á þessari öld. Sex af tuttugu sérfræðingum voru með hann í 1. sæti, sjö í 2. sæti, einn í 3. sæti, þrír í 4. sæti og einn í því fimmta. Öllum er frjálst að vera ósammála þessu vali og hægt er að rökræða þetta þar til fólk verður fjólublátt í framan en því verður aldrei neitað að ferilskrá Róberts er afar tilkomumikil. Róbert hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og það með þremur liðum. Aðeins Baldvin Þorsteinsson hefur afrekað það að verða meistari með þremur liðum, allavega í seinni tíð. Titlasöfnun er eins og góð pest sem fylgir Róberti og hann smitar aðra af. Róbert lék sína fyrstu leiki í efstu deild tímabilið 2008-09.vísir/vilhelm En förum aðeins yfir meistaraútgáfurnar fjórar af Róberti. Fyrst er það Fram-Róbert. Skytta sem var að springa úr hæfileikum og virtist geta náð jafn langt og honum sýndist. En það tók nokkur ár að raða öllum púslunum rétt saman í heildarmyndina. Það tókst 2013. Róbert, Sigurður Eggertsson og Jóhann Gunnar Einarsson mynduðu frábæra útilínu sem var sterkasti hluti Fram-liðsins sem endaði í 3. sæti deildarinnar og sló FH úr leik í undanúrslitunum. Flestir áttu von á því að Haukar, með sína hæfileika og breidd, myndu taka titilinn en Fram var á öðru máli og vann þann stóra. Róbert átti risastóran þátt í því, spilaði góða vörn og skoraði rúmlega fimm mörk að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Síðhærður og sólbrúnn Róbert með Íslandsmeistarabikarinn 2013.ljósmyndasafn jkg Hvað gera tvítugir Íslandsmeistarar þá? Flytja þá bara til Eyja og ganga í raðir nýliða ÍBV sem höfðu aldrei orðið Íslandsmeistarar. En það breyttist við komu Róberts. Hjá ÍBV var Róbert í öðruvísi hlutverki en hjá Fram og spilaði aðallega sem leikstjórnandi. Og honum fórst það fáránlega vel úr hendi. Eyjamenn enduðu í 2. sæti Olís-deildarinnar, hentu Valsmönnum úr leik í undanúrslitunum og unnu svo Hauka í einu besta úrslitaeinvígi allra tíma. Róbert skoraði 52 mörk í tíu leikjum í úrslitakeppninni. Sex þeirra komu í oddaleiknum á Ásvöllum sem ÍBV vann, 28-29. Róbert varð þarna Íslandsmeistari annað árið í röð. Þetta virkaði bara alltof auðvelt fyrir hann. Eftir tvö ár í atvinnumennsku sneri Róbert aftur til Eyja 2016. Og þau undur og stórmerki gerðust að hann varð ekki Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu þar. Woddafokk? Það var snarlega leiðrétt á næsta tímabili og gott betur. ÍBV vann allt sem hægt var að vinna, þrennuna svokölluðu; tók deild, bikar og landaði svo stærsta fiskinum, Íslandsmeistaratitlinum. Róbert heldur á Degi Arnarssyni eftir að ÍBV varð Íslandsmeistari 2018 eftir sigur á FH í Kaplakrika.vísir/andri marinó Róbert var þarna að mestu í hlutverki leikstjórnanda eins og þegar hann var áður í ÍBV. Með Agnar Smára Jónsson og Sigurberg Sveinsson sitt hvoru megin við sig var ekki jafn mikil pressa á honum að skora og oft áður en hann gerði samt 38 mörk í níu leikjum í úrslitakeppninni. Nú var kominn tími á nýja áskorun. Róbert fór á Hlíðarenda og gekk í raðir Vals. Og fyrstu árin þar ... ekki svo góð. Valur féll út fyrir Selfossi í undanúrslitum tímabilið 2018-19, varð deildarmeistari 2019-20 en tímabilið var ósælla minninga blásið af vegna veirunnar skæðu. Eftir misjafnt gengi framan af tímabili 2020-21 hrukku Valsmenn í gang í úrslitakeppninni. Og þetta ógurlega skrímsli, Valshraðlestin, fæddist eiginlega í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Þar var Róbert lestarstjórinn. Hann var augljóslega langt frá því að vera heill og var notaður sparlega. En þær mínútur sem hann spilaði, spilaði hann af hundrað prósent krafti. Stóð frábæra vörn, keyrði upp hraðann þegar boltinn vannst og var stórhættulegur í seinni bylgjunni. Róbert í bikarúrslitaleik Vals og KA 2022.vísir/hulda margrét Valsmenn urðu Íslandsmeistarar 2021 og unnu svo allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Róbert vann þar með aðra þrennuna á ferlinum. Róbert hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Vals og misst af fjölmörgum leikjum. Á árunum 2018-22 spilaði hann til að mynda aðeins 51 af 86 deildarleikjum sem í boði eru. Og hann er frá vegna erfiðra hálsmeiðsla þegar þetta er skrifað. Róbert er búinn að koma sér vel fyrir á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Róbert verður sennilega aldrei sama afl og hann var áður og það er ekki hægt að treysta á að hann geti borið lið uppi. Meiðslasagan er bara þannig. En hann er enn frábær. Það þarf bara að nota hann rétt og stýra álaginu. Tíu mínútur hér, tíu mínútur þar, og allt gert á fullu. Hlutverk hans síðasta hluta ferilsins gæti aðallega verið sem varnarmaður og svo seinni bylgju ógn. Hann er nefnilega frábær varnarmaður og hefur orðið betri á því sviði eftir því sem liðið hefur á ferilinn. Róbert Aron er mesta efni sem komið hefur fram á Íslandi. Hæfileikarnir hafa lekið af honum frá fyrsta degi. Ekki bara sem leikstjórnandi heldur skytta í fremstu röð. Á síðustu árum, og ekki síst í liði Vals, hefur hann orðið einn albesti varnarmaður deildarinnar. Fyrsta flokks liðsmaður og í raun með ólíkindum að þetta hæfileikabúnt hafi ekki átt fast sæti í landsliðinu. Í raun rannsóknarefni en kannski bara við hann sjálfan að sakast. En ferillinn hér heima einn sá glæsilegasti sem leikmaður getur státað af enda er Róbert sannur sigurvegari. Þar tala titlarnir allir sínu máli. Gaupi Róbert hafði hæfileika til að afreka meira erlendis og hefði eflaust viljað komast að í landsliðinu. En með svona feril er erfitt að segja ef og hefði. Horfiði bara á afrekaskrána hérna heima. Hólí sjitt! Hérna er hann kóngurinn, hérna er hann sá besti.
Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01