Mjög ósáttar með að fá ekki æfingaferð í sólina eins og karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 10:00 Selma Sól Magnúsdóttir í leik með Rosenborg á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Getty/Diego Souto Íslendingaliðið Rosenborg í norsku kvennadeildinni hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að tíma ekki að bjóða kvennaliði sínu upp á það sama og karlaliðið fær. Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde. Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde.
Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira