Fótbolti

Barcelona vann spænska ofur­bikarinn eftir öruggan sigur á erki­fjendunum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gavi fagnar hér marki sínu í kvöld.
Gavi fagnar hér marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Barcelona tryggði sér í kvöld spænska ofurbikarinn í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid. Sigur Barcelona var öruggur en Real klóraði í bakkann í uppbótartíma.

Lið Barcelona og Real Madrid tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna Real Betis og Valencia í undanúrslitum en sæti í þessari keppni fá liðin sem lenda í öðru sæti í deildar- og bikarkeppni árið áður.

Barcelona hóf leikinn í kvöld af miklum krafti og Gavi og Robert Lewandowski voru mennirnir sem sáu til þess að liðið var komið í 2-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn.

Gavi opnaði markareikninginn á 33.mínútu eftir sendingu Lewandowski og þeir sneru svo hlutverkunum við rétt fyrir hálfleik þegar Lewandowski skoraði annað mark liðsins.

Pedri kom Barcelona síðan í 3-0 á 69.mínútu og úrslitin ráðin. Karim Benzema klóraði í bakkann fyrir Real Madrid í uppbótartíma, lokatölur 3-1 og Barcelona handhafar ofurbikarsins þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×