Þjálfari argentínska landsliðsins segir að Messi gæti spilað á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 11:31 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínumanna á HM í Katar í síðasta mánuði. Getty/Simon Bruty Heimsmeistaramótið í Katar átti að vera síðasta HM hjá Lionel Messi en nú er landsliðsþjálfarinn farinn að tala um næsta mót að fjórum árum liðnum. Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum. Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu. Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023 Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. „Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá. „Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni. „Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni. Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026. https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023 Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026. Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari. Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum. Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu. Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023 Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. „Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá. „Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni. „Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni. Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026. https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023 Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026. Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari. Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira