United búið að ná samkomulagi við Burnley en þurfa enn að bíða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 23:15 Wout Weghorst vill fara til United en fyrst þarf Besiktas að samþykkja að rifta lánssamningi við Burnley. Vísir/Getty Það verður sífellt líklegra að Hollendingurinn Wout Weghorst gangi til liðs við Manchester United. Samkomulag er í höfn á milli United og Burnley en Besiktas mun eiga síðasta orðið. Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag. Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira