Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal? Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 18:00 Ciaron Brown er grunaður um að hafa viljandi nælt sér í gult spjald í bikarleiknum gegn Arsenal á mánudaginn. Hann er hér í baráttu við Bukayo Saka. Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar. Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi. Enski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira