Stjórn franska knattspyrnusambandsins setti forsetann til hliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2023 13:38 Noel Le Graet hefur verið forseti franska sambandsins í að verða tólf ár en nú er valdatími hans á enda. AP/Christophe Ena Stjórn franska knattspyrnusambandsins tók þá ákvörðun á fundi sínum í dag að leysa forseta sambandsins tímabundið frá störfum. Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Franski boltinn Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira