Buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu: „Pabbkviss, PabbPong og Pabbvision“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2023 14:01 Pabbar Bandmanna tóku sig vel út í gylltu einkennisjökkum hljómsveitarinnar. Aðsend Hljómsveitin Bandmenn hélt svokallað pabbakvöld síðastliðinn föstudag þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu með öllu tilheyrandi. Strákarnir hafa fengið mikil viðbrögð við þessum viðburði en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu einstaka kvöldi. „Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
„Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend
Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30