Gvardiol dreymdi um að spila fyrir Liverpool Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 12:00 Joško Gvardiol í leik með Króatíu á HM í Katar. Getty Images Joško Gvardiol, leikmaður RB Leipzig, segist hafa dreymt um að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var yngri. „Það væri klárlega Liverpool. Þegar ég var lítill þá horfði ég á flest alla Liverpool leiki með pabba mínum. Það er félag sem á sér stað í hjarta mínu,“ svaraði Gvardiol í viðtali við króatíska miðilinn Danas, aðspurður að því hvaða knattspyrnufélag hinn 10 ára Gvardiol myndi vilja spila fyrir. Gvardiol er einn af eftirsóttustu varnarmönnum heimsfótboltans í dag eftir frábæra frammistöðu með króatíska landsliðinu á HM í Katar. Gvardiol hefur verið orðaður við hin ýmsu lið en mest við spænska risann Real Madrid sem og ensku liðin Chelsea og Manchester City. Leikmaðurinn var nálægt því að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar en ákvað frekar að skrifa undir nýjan samning við Leipzig. „Þeir [Chelsea] gáfust ekki upp en það var ákveðið að reyna frekar á þetta í vetur og núna er veturinn kominn og við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Það er enn þá nægur tími til stefnu,“ bætti Gvardiol við, sem er staðráðinn í því að spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Ég hef heillast af ensku úrvalsdeildinni síðan ég var krakki en við vitum öll hvernig deild það er. Ég veit ekki hvort ég sé nógu þroskaður enn þá til að vera tilbúinn fyrir ensku úrvalsdeildina en við verðum bara að sjá til,“ sagði Joško Gvardiol, leikmaður RB Leipzig. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
„Það væri klárlega Liverpool. Þegar ég var lítill þá horfði ég á flest alla Liverpool leiki með pabba mínum. Það er félag sem á sér stað í hjarta mínu,“ svaraði Gvardiol í viðtali við króatíska miðilinn Danas, aðspurður að því hvaða knattspyrnufélag hinn 10 ára Gvardiol myndi vilja spila fyrir. Gvardiol er einn af eftirsóttustu varnarmönnum heimsfótboltans í dag eftir frábæra frammistöðu með króatíska landsliðinu á HM í Katar. Gvardiol hefur verið orðaður við hin ýmsu lið en mest við spænska risann Real Madrid sem og ensku liðin Chelsea og Manchester City. Leikmaðurinn var nálægt því að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar en ákvað frekar að skrifa undir nýjan samning við Leipzig. „Þeir [Chelsea] gáfust ekki upp en það var ákveðið að reyna frekar á þetta í vetur og núna er veturinn kominn og við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Það er enn þá nægur tími til stefnu,“ bætti Gvardiol við, sem er staðráðinn í því að spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Ég hef heillast af ensku úrvalsdeildinni síðan ég var krakki en við vitum öll hvernig deild það er. Ég veit ekki hvort ég sé nógu þroskaður enn þá til að vera tilbúinn fyrir ensku úrvalsdeildina en við verðum bara að sjá til,“ sagði Joško Gvardiol, leikmaður RB Leipzig.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira