Það hefur ekki gengið sérlega vel hjá liði Zaragoza í vetur en liðið var fyrir leikinn í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrjá sigra í fjórtán leikjum, jafn marga og liðin tvö fyrir neðan það í töflunni.
Leikurinn í kvöld var spennandi. Staðan í hálfleik var jöfn, 43-43 og spennan hélt áfram í síðari hálfleiknum. Zaragoza var með fimm stiga forystu þegar tvær mínútur voru eftir en skoraði ekki stig undir lokin og liði Breogan tókst að jafna í 79-79 þegar níu sekúndur voru eftir og knýja fram framlengingu.
Gestirnir í Breogan komst síðan í þriggja stiga forystu snemma í framlengingunni sem Zaragoza tókst aldrei að brúa. Lokatölur 90-88, sárt tap fyrir Tryggva Snæ og félaga.
Tryggvi Snær lék í rúmar þrjátíu mínútur í kvöld. Hann skoraði tíu stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.