„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 20:12 Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan. Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri myndarinnar segir kvikmyndina fjalla um sjö vini sem fara í skelfilegan samkvæmisleik í matarboði. „leggja símana á borðið, lesa upp öll skilaboð og setja öll símtöl á „speaker“ og það fer bara svakalega illa,“ segir Elsa. Þetta er martröð margra, er þetta grínmynd eða spennumynd? „Bara allt í bland en hún er mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg,“ segir Elsa. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona segir áhorfendur geta átt von á miklu ferðalagi við áhorf. „Við förum í gegnum mjög mikinn tilfinningaskala. Þetta er mjög spennandi, skemmtilegt og hræðilegt.“ Hilmir Snær Guðnason, leikari bætir því við að myndin taki á alvarlegum hlutum en sé á sama tíma mjög fyndin. Myndin fjallar að þeirra sögn um venjulegt fólk í Reykjavík og gerist í nútímanum. Þá eigi margir að geta tengt við kringumstæðurnar sem komi fram í kvikmyndinni. Viðtalið við hópinn má sjá hér að ofan. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi og má sjá stiklu úr myndinni hér að neðan.
Menning Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira