Spennandi 2023: Eurovision í Liverpool, kóngur krýndur í London og miklu skárra jólafrí Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 14:00 Stiklað er á stóru yfir það sem er á döfinni á komandi ári. Karl III verður krýndur konungur, Indland mun taka fram úr Kína sem fjölmennasta ríki heims og kosningar eru fyrirhugaðar víða um heim. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira