Sá spænski hefur lyft hverju spjaldinu á fætur öðru í síðustu tveimur leikjum sínum.
Fyrst setti hann HM-met í gulum spjöldum í leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar þegar hann gaf fimmtán gul og eitt rautt spjald.
Í fyrsta leiknum á Spáni eftir HM gaf hann svo sautján spjöld til viðbótar, fimmtán gul og eitt rautt spjald. Leikurinn á Spáni var Katalóníuslagurinn á milli Barcelona og Espanyol á Nývangi.
Það er út af þessu sjaldafyllerí spænska dómarans sem menn hafa vakið athygli á því að einn leikmaður spilaði báða þessa leiki.
Það var hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hjá Barcelona. Merkilegast við það er að hann fékk ekki spjald hjá Lahoz í þessum leikjum sem sumum finnst bara lítið kraftaverk hjá De Jong.
"The referee decided to give some red cards, I don't know why!"@DeJongFrenkie21 reflects on Saturday's Barcelona derby...
— LaLigaTV (@LaLigaTV) January 2, 2023
@eastonjamie | #LaLigaTV pic.twitter.com/Smsrt5hLxm