Mbappe í tapliði PSG í toppslag frönsku deildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 21:45 Lois Openda skorar hér framhjá Gianluigi Donnarumma í leiknum í kvöld. Vísir/Getty RC Lens setti spennu í toppbaráttuna í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði PSG í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-1 og forysta PSG á toppnum nú aðeins fjögur stig. Kylian Mbappe var í byrjunarliði PSG í kvöld en Lionel Messi er enn í fríi eftir sigurinn með Argentínu á heimsmeistaramótinu á dögunum. Hinn brasilíski Neymar var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og rautt gegn Strasbourg í síðustu umferð, síðara gula spjaldið fyrir leikaraskap. Fyrir leikinn í kvöld voru liðin eins og áður segir í efstu tveimur sætum deildarinnar, PSG á toppnum með 44 stig en RC Lens með 37 stig í öðru sæti. Leikurinn fór svo sannarlega fjörlega af stað. Przemysalw Frankowski kom RC Lens í 1-0 á 5.mínútu en hinn tvítugi Hugo Ekitike jafnaði fyrir PSG aðeins þremur mínútum síðar. Á 28.mínútu kom Lois Openda RC Lens í 2-1 þegar hann slapp einn gegn Gianluigi Donnarumma í marki PSG sem kom engum vörnum við. Staðan í hálfleik 2-1 og strax eftir tvær mínútur í seinni hálfleik skoraði Alexis Claude-Maurice þriðja mark heimamanna og brekkan orðin brött fyrir gestina frá París. Christophe Galtier, þjálfari PSG, gerði fjórar breytingar í síðari hálfleiknum en allt kom fyrir ekki. RC Lens fagnaði 3-1 sigri og minnkaði forskot PSG á toppnum í fjögur stig. , Transcendant, le Racing renverse le leader de @ligue1ubereats dans son antre au terme d'une partition de grande classe ! Le RCL signe un 9e succès consécutif à domicile @RCLens 3 -1 @PSG_inside #RCLPSG pic.twitter.com/TzpCslZsLF— Racing Club de Lens (@RCLens) January 1, 2023 Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Kylian Mbappe var í byrjunarliði PSG í kvöld en Lionel Messi er enn í fríi eftir sigurinn með Argentínu á heimsmeistaramótinu á dögunum. Hinn brasilíski Neymar var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og rautt gegn Strasbourg í síðustu umferð, síðara gula spjaldið fyrir leikaraskap. Fyrir leikinn í kvöld voru liðin eins og áður segir í efstu tveimur sætum deildarinnar, PSG á toppnum með 44 stig en RC Lens með 37 stig í öðru sæti. Leikurinn fór svo sannarlega fjörlega af stað. Przemysalw Frankowski kom RC Lens í 1-0 á 5.mínútu en hinn tvítugi Hugo Ekitike jafnaði fyrir PSG aðeins þremur mínútum síðar. Á 28.mínútu kom Lois Openda RC Lens í 2-1 þegar hann slapp einn gegn Gianluigi Donnarumma í marki PSG sem kom engum vörnum við. Staðan í hálfleik 2-1 og strax eftir tvær mínútur í seinni hálfleik skoraði Alexis Claude-Maurice þriðja mark heimamanna og brekkan orðin brött fyrir gestina frá París. Christophe Galtier, þjálfari PSG, gerði fjórar breytingar í síðari hálfleiknum en allt kom fyrir ekki. RC Lens fagnaði 3-1 sigri og minnkaði forskot PSG á toppnum í fjögur stig. , Transcendant, le Racing renverse le leader de @ligue1ubereats dans son antre au terme d'une partition de grande classe ! Le RCL signe un 9e succès consécutif à domicile @RCLens 3 -1 @PSG_inside #RCLPSG pic.twitter.com/TzpCslZsLF— Racing Club de Lens (@RCLens) January 1, 2023
Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira