Yfir tuttugu þúsund manns hafa skorað á Julian Alvarez að hætta með kærustu sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 23:30 Julian Alvarez varð heimsmeistari með Argentínu fyrir jólin og er hér við hlið kærustu sinnar Emilia Ferraro. Vísir/Getty Julian Alvarez stendur í ströngu þessa dagana. Hann skoraði fjögur mörk fyrir heimsmeistara Argentínu á nýliðnu HM í Katar og nú hafa tugþúsundir skrifað undir áskorun þess efnis að hann eigi að slíta sambandinu við kærustu sína til fjögurra ára. Alvarez fékk lengri frítíma eftir heimsmeistaramótið en sneri aftur í leikmannahóp Manchester City fyrir leikinn gegn Everton í gær. Þar byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Bernardo Silva á 87.mínútu leiksins án þess að ná að skora. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Argentínumaður er hins vegar í skrýtinni stöðu þessa dagana því rúmlega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alvarez eigi að hætta með kærustu sinni til fjögurra ára, Emilia Ferraro. View this post on Instagram A post shared by Julia n Alvarez (@juliaanalvarez) Reiður stuðningsmaður Argentínu setti af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni change.org þar sem áskorunin „Julian, hættu með Mary Jane“ hefur nú þegar safnað 20.000 undirskriftum. „Mary Jane“ er vísun í ástkonu Spiderman en Alvarez er með viðurnefnið „La Arana“ í Argentínu, eða „Köngulóin“. Ástæða þess að undirskriftasöfnunin var sett af stað er sú að á myndbandi sem birtist á dögunum sést hópur ungra stuðningsmanna Argentínu biðja um eiginhandaráritun frá Alvarez en Ferrara, sem sjálf leikur hokký og er með tugþúsundir fylgjenda á Instagram, stoppaði stuðningsmennina ungu af og sagði að aðeins væri í boði að taka hópmynd. Þetta virðist hafa reitt einhverja til reiði, svo mikið að nú eru yfir tuttugu þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til Alvarez að binda endi á samband sitt við Ferrara. Alvarez virðist þó taka þessu af stakri ró því hann birti í gær mynd á Instagram þar sem hann fagnaði komu nýs árs í Manchester ásamt Ferrara. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Alvarez fékk lengri frítíma eftir heimsmeistaramótið en sneri aftur í leikmannahóp Manchester City fyrir leikinn gegn Everton í gær. Þar byrjaði hann á bekknum en kom inn á fyrir Bernardo Silva á 87.mínútu leiksins án þess að ná að skora. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Argentínumaður er hins vegar í skrýtinni stöðu þessa dagana því rúmlega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Alvarez eigi að hætta með kærustu sinni til fjögurra ára, Emilia Ferraro. View this post on Instagram A post shared by Julia n Alvarez (@juliaanalvarez) Reiður stuðningsmaður Argentínu setti af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni change.org þar sem áskorunin „Julian, hættu með Mary Jane“ hefur nú þegar safnað 20.000 undirskriftum. „Mary Jane“ er vísun í ástkonu Spiderman en Alvarez er með viðurnefnið „La Arana“ í Argentínu, eða „Köngulóin“. Ástæða þess að undirskriftasöfnunin var sett af stað er sú að á myndbandi sem birtist á dögunum sést hópur ungra stuðningsmanna Argentínu biðja um eiginhandaráritun frá Alvarez en Ferrara, sem sjálf leikur hokký og er með tugþúsundir fylgjenda á Instagram, stoppaði stuðningsmennina ungu af og sagði að aðeins væri í boði að taka hópmynd. Þetta virðist hafa reitt einhverja til reiði, svo mikið að nú eru yfir tuttugu þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til Alvarez að binda endi á samband sitt við Ferrara. Alvarez virðist þó taka þessu af stakri ró því hann birti í gær mynd á Instagram þar sem hann fagnaði komu nýs árs í Manchester ásamt Ferrara.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira