Lífið

Fliss Katrínar og Sigmundar vekur upp spurningar

Snorri Másson skrifar
Vel fór á með þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í Kryddsíldinni á gamlársdag, en þau gerðust að vísu uppvís að því að hvísla sín á milli á meðan aðrir höfðu orðið.
Vel fór á með þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í Kryddsíldinni á gamlársdag, en þau gerðust að vísu uppvís að því að hvísla sín á milli á meðan aðrir höfðu orðið.

Augnablik þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fer mikinn um útlendingamál hefur vakið athygli.

Eitthvað virðist kæta Katrínu og Sigmund en hvað nákvæmlega mun sennilega aldrei verða lýðum ljóst. Bent var á þetta fliss á Twitter, þar sem Grétar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar: „Ætlið þið að deila því með bekknum hvað er svona fyndið, Katrín og Sigmundur?“

Umrætt augnablik og fliss er að finna hér að neðan. 

Á meðan Katrín og Sigmundur töluðu sín á milli hlýddu aðrir á ræðu Ingu Sæland formanns Flokks fólksins um bág kjör Íslendinga, sem hún setti í samhengi við útgjöld hins opinbera til stuðnings við flóttamenn sem hingað koma.

Sú framsetning var þó ekki óumdeild og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar setti ofan í við Ingu fyrir að stilla þessu upp á móti hvort öðru.

Kryddsíldina má sjá í heild sinni hér að ofan.Vísir/Hulda Margrét

Þáttinn í heild má sjá að neðan.




Tengdar fréttir

Klökknaði yfir stuðningi vegna áfalls á árinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa fundið fyrir stuðningi frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum eftir að hún varð fyrir því áfalli á árinu að missa systur sína, Karitas H. Gunnarsdóttur. 

Hrós­hringur þing­manna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“

Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.