Lífið

Áramótaþátturinn: „Í síðasta skipti sem ég handlék flugelda vel í glasi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestir Einkalífsins rifja upp skemmtilega áramótaminningu.
Gestir Einkalífsins rifja upp skemmtilega áramótaminningu.

Í áramótaþætti Einkalífsins er farið um víðan völl en síðustu gestir þáttanna voru beðnir um að rifja upp eftirminnilega áramótaminningu og einnig segja áhorfendum frá þeirra áramótaheitum.

Gestirnir voru þau: Regína Ósk, Elísabet Jökulsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Ríkharð Óskar Guðnason, Ásgeir Kolbeinsson og Gunnlaugur Helgason.

Rikki G rifjaði upp heldur betur skrautlegt gamlárskvöld þegar hann var ungur maður að skjóta upp flugeldum.

„Þetta var í síðasta skipti sem ég handlék flugelda vel í glasi. Því ég setti fólk einfaldlega í hættu. Ég sneri tertu öfugt og það er með ólíkindum að einhverjar rúður í bílum og húsum hafi ekki brotnað. Það var mikið myrkur og ég einhvern veginn sá tertuna eitthvað öðruvísi en aðrir og hún sprakk bara niður í jörðina og það fór allt út um allt,“ segir Rikki.

„Ég var lengi að jafna mig eftir þetta. Var með samviskubit en líka glaður að ekki hafi farið verr,“ segir Rikki en hér að neðan má sjá þessa sex gesti fara vel yfir áramótin í sérstökum áramótaþætti Einkalífsins.

Rikki fær sér ekki aftur í glas þegar hann skýtur upp flugeldum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.