Þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð og liðið er því enn með þriggja stiga forskot á toppnum. Liðið er með 50 stig eftir 24 leiki, þremur stigum meira en Sheffield United sem situr í öðru sæti. Seinasti tapleikur Burnley í deildinni kom einmitt gegn Sheffield United.
Jóhann Berg hóf leik á varamannabekk Burnley í kvöld, en kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.