„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 22:46 Haraldur Þorleifsson er tilnefndur sem maður ársins 2022. Vísir/Vilhelm „Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum. „Þegar ég var táningur leið mér eins og engum líkaði vel við mig. Ég labbaði skringilega. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjáfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem maður ársins í mínu heimalandi. Ég græt stundum enn. En lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur í tísti. When I was a teenager I felt like nobody liked me.I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.This year I’m nominated as person of the year in my home country.I still cry by my self sometimes. But life can get better if you give it time.— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022 Kjör til manns ársins stendur enn yfir. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjörinu, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa tilnefningu,“ segir Haraldur. „Ég fór að hugsa um hvernig líf mitt hefur breyst og hvað ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann spurður út í kveikjuna að fyrrnefndu tísti. Tilnefningin hafi einnig þýðingu fyrir hann. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði það alveg komið manni í gegnum erfiða daga.“ Hann segist hafa glímt við þunglyndi frá því á táningsárum. „Það fer aldrei alveg, en það batnar alveg. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa mér að líða betur; ég hef verið á lyfjum í tuttugu ár og hjá sálfræðingum. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa upp á sjálfan mig.“ Haraldur hefur síðustu ár barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland en einnig hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis sem og flesta þá hópa sem minna mega sín. En hvaðan sprettur þessi vilji til þess að vilja hjálpa fólki? „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa og þá hjálpaði annað fólk mér. Ég held að við berum ákveðna skyldu til að hjálpa hvert öðru.“ Spurður út í plön á nýju ári segist Haraldur ætla að koma sér í sól sem fyrst. „Það er ansi dimmt og mikill snjór þannig það væri gaman að geta farið eitthvað, það er svona efst í huga núna,“ segir Haraldur að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
„Þegar ég var táningur leið mér eins og engum líkaði vel við mig. Ég labbaði skringilega. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjáfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem maður ársins í mínu heimalandi. Ég græt stundum enn. En lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur í tísti. When I was a teenager I felt like nobody liked me.I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.This year I’m nominated as person of the year in my home country.I still cry by my self sometimes. But life can get better if you give it time.— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022 Kjör til manns ársins stendur enn yfir. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjörinu, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa tilnefningu,“ segir Haraldur. „Ég fór að hugsa um hvernig líf mitt hefur breyst og hvað ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann spurður út í kveikjuna að fyrrnefndu tísti. Tilnefningin hafi einnig þýðingu fyrir hann. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði það alveg komið manni í gegnum erfiða daga.“ Hann segist hafa glímt við þunglyndi frá því á táningsárum. „Það fer aldrei alveg, en það batnar alveg. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa mér að líða betur; ég hef verið á lyfjum í tuttugu ár og hjá sálfræðingum. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa upp á sjálfan mig.“ Haraldur hefur síðustu ár barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland en einnig hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis sem og flesta þá hópa sem minna mega sín. En hvaðan sprettur þessi vilji til þess að vilja hjálpa fólki? „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa og þá hjálpaði annað fólk mér. Ég held að við berum ákveðna skyldu til að hjálpa hvert öðru.“ Spurður út í plön á nýju ári segist Haraldur ætla að koma sér í sól sem fyrst. „Það er ansi dimmt og mikill snjór þannig það væri gaman að geta farið eitthvað, það er svona efst í huga núna,“ segir Haraldur að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira