„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 22:46 Haraldur Þorleifsson er tilnefndur sem maður ársins 2022. Vísir/Vilhelm „Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum. „Þegar ég var táningur leið mér eins og engum líkaði vel við mig. Ég labbaði skringilega. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjáfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem maður ársins í mínu heimalandi. Ég græt stundum enn. En lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur í tísti. When I was a teenager I felt like nobody liked me.I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.This year I’m nominated as person of the year in my home country.I still cry by my self sometimes. But life can get better if you give it time.— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022 Kjör til manns ársins stendur enn yfir. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjörinu, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa tilnefningu,“ segir Haraldur. „Ég fór að hugsa um hvernig líf mitt hefur breyst og hvað ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann spurður út í kveikjuna að fyrrnefndu tísti. Tilnefningin hafi einnig þýðingu fyrir hann. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði það alveg komið manni í gegnum erfiða daga.“ Hann segist hafa glímt við þunglyndi frá því á táningsárum. „Það fer aldrei alveg, en það batnar alveg. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa mér að líða betur; ég hef verið á lyfjum í tuttugu ár og hjá sálfræðingum. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa upp á sjálfan mig.“ Haraldur hefur síðustu ár barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland en einnig hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis sem og flesta þá hópa sem minna mega sín. En hvaðan sprettur þessi vilji til þess að vilja hjálpa fólki? „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa og þá hjálpaði annað fólk mér. Ég held að við berum ákveðna skyldu til að hjálpa hvert öðru.“ Spurður út í plön á nýju ári segist Haraldur ætla að koma sér í sól sem fyrst. „Það er ansi dimmt og mikill snjór þannig það væri gaman að geta farið eitthvað, það er svona efst í huga núna,“ segir Haraldur að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Þegar ég var táningur leið mér eins og engum líkaði vel við mig. Ég labbaði skringilega. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjáfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem maður ársins í mínu heimalandi. Ég græt stundum enn. En lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur í tísti. When I was a teenager I felt like nobody liked me.I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.This year I’m nominated as person of the year in my home country.I still cry by my self sometimes. But life can get better if you give it time.— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022 Kjör til manns ársins stendur enn yfir. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjörinu, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa tilnefningu,“ segir Haraldur. „Ég fór að hugsa um hvernig líf mitt hefur breyst og hvað ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann spurður út í kveikjuna að fyrrnefndu tísti. Tilnefningin hafi einnig þýðingu fyrir hann. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði það alveg komið manni í gegnum erfiða daga.“ Hann segist hafa glímt við þunglyndi frá því á táningsárum. „Það fer aldrei alveg, en það batnar alveg. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa mér að líða betur; ég hef verið á lyfjum í tuttugu ár og hjá sálfræðingum. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa upp á sjálfan mig.“ Haraldur hefur síðustu ár barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland en einnig hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis sem og flesta þá hópa sem minna mega sín. En hvaðan sprettur þessi vilji til þess að vilja hjálpa fólki? „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa og þá hjálpaði annað fólk mér. Ég held að við berum ákveðna skyldu til að hjálpa hvert öðru.“ Spurður út í plön á nýju ári segist Haraldur ætla að koma sér í sól sem fyrst. „Það er ansi dimmt og mikill snjór þannig það væri gaman að geta farið eitthvað, það er svona efst í huga núna,“ segir Haraldur að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“