Hönnun rafbíla tekur tillit til endurvinnslu þeirra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. desember 2022 07:01 Mini Cooper SE í sambandi. Umræða sem á það til að fylgja rafbílum er að það sé erfitt að endurvinna þá. Sannleikurinn er sá að það er erfiðara að endurvinna þá, en brunahreyfilsbíla. Brunahreyfilsbílar eru í grunninn settir saman úr stáli og áli sem mannkynið hefur endurnýtt í marga áratugi. Efnin sem notuð eru í rafhlöður rafbíla og drifrás þeirra sem og rafkerfi eru erfiðari að flokka í sundur. Það er þó ekki ómögulegt. Efnin eru verðmæt og því borgar það sig fjárhagslega að endurvinna þau. Auk þess sem það gæti komið til þess að gröftur eftir litíum muni þurfa að leggjast af en það er ekki ótakmörkuð auðlind. Lokuð hringrás endurvinnslu gæti lengt í litíum byrgðum heimsins. JB Straubel, maðurinn sem í raun er ábyrgur fyrir talsvert af uppfinningum í Tesla bifreiðum og kem þeim til að virka, hefur stofnað fyrirtæki til að gera nákvæmlega þetta, endurvinna rafbíla, Redwood. Northvolt, fyrirtækið sem er sennilega hvað næst því að hefja framleiðslu drafrafhlaða í Evrópu er að bæta endurvinnslu við starfsemi sína. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás CNBC. Endurvinnsla rafbíla mun taka framförum. Í augnablikinu eru tvær aðferðir, önnur sem notar hita sem er orkufrek aðferð og hin sem notar efni sem er erfitt að meðhöndla á umhverfisvænan hátt. Ljóst er að báðar eru óheppilegar. Drifrafhlöður eru nú þróaðar með endurvinnslu í huga. Markmiðið er að sú vinna skili sér í hagkvæmari hráefnisverðum. Rafhlöður í föstu ástandi verða þá einnig auðveldari í endurvinnslu en gel-pakka rafhlöður nútímans. Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Efnin sem notuð eru í rafhlöður rafbíla og drifrás þeirra sem og rafkerfi eru erfiðari að flokka í sundur. Það er þó ekki ómögulegt. Efnin eru verðmæt og því borgar það sig fjárhagslega að endurvinna þau. Auk þess sem það gæti komið til þess að gröftur eftir litíum muni þurfa að leggjast af en það er ekki ótakmörkuð auðlind. Lokuð hringrás endurvinnslu gæti lengt í litíum byrgðum heimsins. JB Straubel, maðurinn sem í raun er ábyrgur fyrir talsvert af uppfinningum í Tesla bifreiðum og kem þeim til að virka, hefur stofnað fyrirtæki til að gera nákvæmlega þetta, endurvinna rafbíla, Redwood. Northvolt, fyrirtækið sem er sennilega hvað næst því að hefja framleiðslu drafrafhlaða í Evrópu er að bæta endurvinnslu við starfsemi sína. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás CNBC. Endurvinnsla rafbíla mun taka framförum. Í augnablikinu eru tvær aðferðir, önnur sem notar hita sem er orkufrek aðferð og hin sem notar efni sem er erfitt að meðhöndla á umhverfisvænan hátt. Ljóst er að báðar eru óheppilegar. Drifrafhlöður eru nú þróaðar með endurvinnslu í huga. Markmiðið er að sú vinna skili sér í hagkvæmari hráefnisverðum. Rafhlöður í föstu ástandi verða þá einnig auðveldari í endurvinnslu en gel-pakka rafhlöður nútímans.
Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent