Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 18:31 Jesse Marsch og Erling Haaland unnu saman hjá RB Salzburg. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld. Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum. Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira