Gefur í skyn að HM-stjörnurnar hvíli allar þegar enski boltinn fer aftur af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2022 08:00 Antonio Conte gæti gefið öllum þeim leikmönnum sem fóru á HM frí þegar Tottenham mætir Brentford í dag. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla alla þá leikmenn sem tóku þátt á heimsmeistaramótinu í Katar þegar liðið mætir Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM síðar í dag. Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira