Charlton var eina liðið í pottinum sem ekki leikur í úrvalsdeildinni, en Charlton leikur í ensku C-deildinni. Liðið á því erfitt verkefni fyrir höndum gegn Manchester United.
Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Southampton og Nottingham Forest tekur á móti Úlfunum. Þá taka nýríkir Newcastle menn á móti Leicester.
Leikirnir fara fram í annarri viku janúarmánaðar og þá kemur í ljós hvaða fjögur lið tryggja sér sæti í undanúrslitum.