Einhverra hluta vegna var Salt Bae inni á grasinu á Lusial leikvanginum eftir að Argentínumenn fengu heimsmeistarastyttuna afhenta.
Salt Bae lét taka af sér myndir með leikmönnum argentínska liðsins. Hann hafði hins ekki árangur sem erfiði þegar hann reyndi að ná athygli Lionels Messi, fyrirliða Argentínu.
Lionel Messi is trending for ignoring Salt Bae at the World Cup celebration pic.twitter.com/m9aVT80Bs2
— Daily Loud (@DailyLoud) December 20, 2022
Heimsmeistarastyttan rataði hins vegar í hendurnar á Salt Bae. Hann braut þar með mjög strangar reglur FIFA um hverjir mega snerta styttuna. Fyrir utan sigurliðið mega aðeins fyrrverandi sigurvegarar HM, háttsettir embættismenn innan FIFA og þjóðhöfðingjar koma við styttuna.
Salt Bae er vinur Giannis Infantino, forseta FIFA, og var á úrslitaleiknum í boði hans. Hvort Infantino hafi skrifað upp á að kokkurinn fengi að koma inn á völlinn eftir úrslitaleikinn er þó ekki vitað.