Messi þótti einnig standa upp úr á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Argentína laut þar í lægra haldi fyrir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins og Messi fékk þar sárabót með því að vera valinn bestur.
Þar með er Messi fyrsti leikkmaðurinn í sögunni til þess að hljóta Gullboltann tvisvar sinnum.
Lionel Messi kissing the World Cup pic.twitter.com/pkH40q7Cmu
— SPORTbible (@sportbible) December 18, 2022
Enzo Fernandez, samherji Messi hjá Argentínu var valinn besti ungi leikmaðurinn á mótinu. Annar leikmaður argentínska liðsins, Emiliano Martínez þótti besti markmaður mótsins.
Kylian Mbappé var markakóngur mótsins en hann skoraði þrennu í úrslitaleik mótsins í dag og alls átta mörk á mótinu. Messi kom næstur með sjö mörk.

