Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar? Árni Jóhannsson skrifar 17. desember 2022 23:02 Drake hefur gert mörgum íþróttamanninum grikk með veðmálum sínum. Amy Sussman/Getty Images Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka. Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn. HM 2022 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira