Vinir Daníels gleymdu aldeilis ekki fimm ára gömlu loforði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 23:11 Daníel Óskar segist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum að enginn annar var blár í bíóinu í kvöld. Það er óhætt að segja að Daníel Óskar Jóhannesson hafi staðið við stóru orðin sem hann lét falla í góðra vina hópi árið 2017. Þá sagðist hann ætla að mæta blár í bíó þegar framhaldsmynd af Avatar kæmi út. Myndin var frumsýnd í kvöld. „Hún er rugluð. Þetta er eitthvað mesta rugl sem ég hef séð. Mér líður eins og ég sé fimm ára. Ég er ekki að grínast. Mér er illt í kinnunum. Ég er búinn að brosa ómeðvitað í einn og hálfan tíma.“ Þannig svaraði Daníel spurningu blaðamanns í hléi hvernig myndin væri. Fyrir þá sem ekki vita er um að ræða myndina Avatar - The Way of Water. Þetta er önnur myndin sem James Cameron gerir um söguheim Avatar og gerist hún rúmum áratug eftir fyrri myndina, sem frumsýnd var árið 2009. Sú fyrri vakti mikla athygli, ekki síst hjá Daníel Óskari. „Ég er ruglaður aðdáandi. Ég fór held ég tvisvar á myndina í bíó og það gerði eitthvað fyrir mig þegar ég heyrði að það kæmi út önnur mynd,“ segir Daníel. Hverfum til ársins 2017. Daníel horfði á myndina þrisvar í nóvember það ár. Ekki hafði hún versnað með árunum. „Ég gerði loforð við besta vin minn að þegar mynd tvö kæmi út þá myndi ég mæta blár í bíó.“ Óhætt er að segja að Daníel og Arngrímur stílisti hafi gert góða hluti á þremur tímum í dag. Komu myndinarinnar seinkaði af kunnuglegum ástæðum, kórónuveirufaraldurinn truflaði það eins og svo margt annað. En svo styttist í frumsýningu og Daníel Óskar bókaði tíu sæti í Egilshöll á frumsýningarkvöldið. Hann var ekki lengi að manna þau sæti og í framhaldinu fóru vinir hans að minna hann á fimm ára gamalt loforð. „Strákarnir minna mig á að ég skuldi bláa mætingu. Ég hugsaði að ég yrði að henda mér í þetta og var svo eitthvað að grínast með þetta í vikunni.“ Daníel Óskar er hluti af dúettnum Sprite Zero Klan sem fjallað var um á Vísi í sumar. Að mæta sem Avatar í bíó kostar skipulagningu og vinnu, og góðan vin. Kynnum til sögunnar Arngrím Brodda Einarsson. Sá skellti sér í Partýbúðina í gærkvöldi, útskýrði verkefnið fyrir höndum og fékk góð ráð. „Svo bað ég um frí í vinnunni í dag. Ég hafði enga góða ástæðu, bara að ég væri að fara í bíó og þyrfti að græja búnað.“ Daníel Óskar búinn að koma sér vel fyrir. Þeir Arngrímur tóku á að giska þrjár klukkustundir í að hafa Daníel Óskar til. Gera hann að Avatar. Reyndar segir Daníel að þeir hafi verið aðeins of fljótir. Hafi lokið verkefninu klukkan fjögur þegar enn voru fimm klukkustundir í sýningu. „Ég er búinn að vera eins og vitleysingur í dag. Úti í búð og svo hef ég ekkert getað lagst niður eða sest.“ Vinirnir komu svo af fjöllum þegar Daníel sýndi þeim búninginn. „Þeir eru bara, hvað er í gangi?“ Á meðan símtali við blaðamann stóð gerði Daníel tvisvar hlé á símtali til að stilla sér upp á mynd. Yngri kynslóðin í bíóinu vildi fá mynd af sér með Avatar kvöldsins. „Litlu krakkarnir vilja fá myndir. Þetta er ógeðslega gaman.“ „Koma svo!“ Hann hefði þó þegið að það hefði verið aðeins hlýrra úti þessa dagana. Það væri djöfull kalt. Við bætist að þegar Daníel Óskar yfirgefur bíóið eftir miðnætti í nótt mun hann ganga út í snjóinn sem kyngir á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður hvernig hann ætli að ná litnum af sér segir hann: „Ekki hugmynd! Í þokkabót er ég með ofnæmi fyrir öllum svona efnum. Ég gæti verið frá næstu vikuna!“ Þá kemur sér vel að hann er starfsmaður í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, gamla grunnskólanum sínum. Þar styttist í jólafrí. Hann segist þó hafa orðið aðeins vandræðalegur í kvöld þegar hann keypti sér popp og Haribo, bláan að sjálfsögðu. „Það var strákur í 10. bekk að afgreiða mig,“ segir Daníel Óskar hress. Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur gengu bláa dregilinn á forsýningu Avatar Gríðarleg stemning myndaðist í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi á forsýningu stórmyndarinnar Avatar: The Way of Water. Eftirvænting fyllti andrúmsloftið í anddyrinu þar sem bíógestir biðu í röð sem náði alveg út á stétt. 15. desember 2022 15:30 Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. 7. desember 2022 14:31 Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember. 22. nóvember 2022 12:30 Opna lúxussal með frumsýningu Avatar: The way of Water Sambíóin opna glæsilegasta lúxussal landsins í Kringlunni þann 16. desember með frumsýningu á stórmyndinni Avatar: The Way of Water. 18. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
„Hún er rugluð. Þetta er eitthvað mesta rugl sem ég hef séð. Mér líður eins og ég sé fimm ára. Ég er ekki að grínast. Mér er illt í kinnunum. Ég er búinn að brosa ómeðvitað í einn og hálfan tíma.“ Þannig svaraði Daníel spurningu blaðamanns í hléi hvernig myndin væri. Fyrir þá sem ekki vita er um að ræða myndina Avatar - The Way of Water. Þetta er önnur myndin sem James Cameron gerir um söguheim Avatar og gerist hún rúmum áratug eftir fyrri myndina, sem frumsýnd var árið 2009. Sú fyrri vakti mikla athygli, ekki síst hjá Daníel Óskari. „Ég er ruglaður aðdáandi. Ég fór held ég tvisvar á myndina í bíó og það gerði eitthvað fyrir mig þegar ég heyrði að það kæmi út önnur mynd,“ segir Daníel. Hverfum til ársins 2017. Daníel horfði á myndina þrisvar í nóvember það ár. Ekki hafði hún versnað með árunum. „Ég gerði loforð við besta vin minn að þegar mynd tvö kæmi út þá myndi ég mæta blár í bíó.“ Óhætt er að segja að Daníel og Arngrímur stílisti hafi gert góða hluti á þremur tímum í dag. Komu myndinarinnar seinkaði af kunnuglegum ástæðum, kórónuveirufaraldurinn truflaði það eins og svo margt annað. En svo styttist í frumsýningu og Daníel Óskar bókaði tíu sæti í Egilshöll á frumsýningarkvöldið. Hann var ekki lengi að manna þau sæti og í framhaldinu fóru vinir hans að minna hann á fimm ára gamalt loforð. „Strákarnir minna mig á að ég skuldi bláa mætingu. Ég hugsaði að ég yrði að henda mér í þetta og var svo eitthvað að grínast með þetta í vikunni.“ Daníel Óskar er hluti af dúettnum Sprite Zero Klan sem fjallað var um á Vísi í sumar. Að mæta sem Avatar í bíó kostar skipulagningu og vinnu, og góðan vin. Kynnum til sögunnar Arngrím Brodda Einarsson. Sá skellti sér í Partýbúðina í gærkvöldi, útskýrði verkefnið fyrir höndum og fékk góð ráð. „Svo bað ég um frí í vinnunni í dag. Ég hafði enga góða ástæðu, bara að ég væri að fara í bíó og þyrfti að græja búnað.“ Daníel Óskar búinn að koma sér vel fyrir. Þeir Arngrímur tóku á að giska þrjár klukkustundir í að hafa Daníel Óskar til. Gera hann að Avatar. Reyndar segir Daníel að þeir hafi verið aðeins of fljótir. Hafi lokið verkefninu klukkan fjögur þegar enn voru fimm klukkustundir í sýningu. „Ég er búinn að vera eins og vitleysingur í dag. Úti í búð og svo hef ég ekkert getað lagst niður eða sest.“ Vinirnir komu svo af fjöllum þegar Daníel sýndi þeim búninginn. „Þeir eru bara, hvað er í gangi?“ Á meðan símtali við blaðamann stóð gerði Daníel tvisvar hlé á símtali til að stilla sér upp á mynd. Yngri kynslóðin í bíóinu vildi fá mynd af sér með Avatar kvöldsins. „Litlu krakkarnir vilja fá myndir. Þetta er ógeðslega gaman.“ „Koma svo!“ Hann hefði þó þegið að það hefði verið aðeins hlýrra úti þessa dagana. Það væri djöfull kalt. Við bætist að þegar Daníel Óskar yfirgefur bíóið eftir miðnætti í nótt mun hann ganga út í snjóinn sem kyngir á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður hvernig hann ætli að ná litnum af sér segir hann: „Ekki hugmynd! Í þokkabót er ég með ofnæmi fyrir öllum svona efnum. Ég gæti verið frá næstu vikuna!“ Þá kemur sér vel að hann er starfsmaður í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, gamla grunnskólanum sínum. Þar styttist í jólafrí. Hann segist þó hafa orðið aðeins vandræðalegur í kvöld þegar hann keypti sér popp og Haribo, bláan að sjálfsögðu. „Það var strákur í 10. bekk að afgreiða mig,“ segir Daníel Óskar hress.
Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur gengu bláa dregilinn á forsýningu Avatar Gríðarleg stemning myndaðist í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi á forsýningu stórmyndarinnar Avatar: The Way of Water. Eftirvænting fyllti andrúmsloftið í anddyrinu þar sem bíógestir biðu í röð sem náði alveg út á stétt. 15. desember 2022 15:30 Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. 7. desember 2022 14:31 Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember. 22. nóvember 2022 12:30 Opna lúxussal með frumsýningu Avatar: The way of Water Sambíóin opna glæsilegasta lúxussal landsins í Kringlunni þann 16. desember með frumsýningu á stórmyndinni Avatar: The Way of Water. 18. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Íslenskar stjörnur gengu bláa dregilinn á forsýningu Avatar Gríðarleg stemning myndaðist í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi á forsýningu stórmyndarinnar Avatar: The Way of Water. Eftirvænting fyllti andrúmsloftið í anddyrinu þar sem bíógestir biðu í röð sem náði alveg út á stétt. 15. desember 2022 15:30
Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. 7. desember 2022 14:31
Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember. 22. nóvember 2022 12:30
Opna lúxussal með frumsýningu Avatar: The way of Water Sambíóin opna glæsilegasta lúxussal landsins í Kringlunni þann 16. desember með frumsýningu á stórmyndinni Avatar: The Way of Water. 18. nóvember 2022 11:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“