Lífið samstarf

Skandar og einhyrningaþjófurinn heillar unga lesendur

Benedikt bókaútgáfa
A.F. Steadman vinnur með fornar hugmyndir um einhyrninga en spinnur þá sannarlega á einstakan hátt.
A.F. Steadman vinnur með fornar hugmyndir um einhyrninga en spinnur þá sannarlega á einstakan hátt.

Ný ævintýrhetja hefur litið dagsins ljós! Sjaldan hefur sést bók sem hefur fengið hefur annan eins meðbyr og Skandar – sem bóksalar veittu í gærkvöldi verðlaun og völdu eina af þremur bestu þýddu barnabókunum í ár! Bókin var einnig valin barnabók ársins 2022 hjá bresku bókakeðjunni Waterstones.

Fyrsta bókin í þessari nýju og spennandi bókaseríu hefur selst í meira en 35 þúsund eintökum í Bretlandi. Bókin kom út nú í ár og á 46 tungumálum, meðal annars á íslensku! Bókaútgáfan Simon & Schuster hefur nýlega skrifað undir stóran kvikmyndasamning við Sony og við vonumst svo sannarlega eftir spennandi bíómynd um Skandar, vini hans og einhyrningana. 

Augljóst er að framtíð þessarar sögu er björt og margir sem veðja á farsælan feril höfundarins A. F. Steadman. Hún hefur þegar lokið við næstu bók, sem kemur út hjá Benedikt næsta haust.

A.F. Steadman vinnur með fornar hugmyndir um einhyrninga en spinnur þá sannarlega á einstakan hátt. Í sögunni eru einhyrningarnir grimmir, ógnvekjandi og göldróttir en geta tengst fólki órjúfanlegum böndum.

Sagan fjallar um þrettán ára Skandar sem þráir meira en allt að verða eynhyrningsknapi, það fá aðeins þeir útvöldu. Að eiga sinn eigin einhyrning, þjálfa saman og keppa. En þegar draumur Skandars virðist ætla að rætast tekur lífið óvæntari og óhugnalegri stefnu en hann hefði getað ímyndað sér. Dularfullur og ógnvekjandi óvinur rænir máttugasta einhyrningi Eyjunnar – og þegar ógnin færist nær kemst Skandar að leyndarmáli sem getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir hann. 

Ingunn Snædal þýddi á íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.