Ragnar segist reglulega taka myndir af jöklunum. Nú hafi veðrið verið svo fallegt í frostinu og stillunni.
„Ég er alltaf að taka myndir af fjöllunum,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Birtan er svo falleg þegar sólin er svona lágt á himni. Þetta er eins og ævintýraheimur.“
Ragnar flaug meðal annars yfir Kötlu og Heklu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum sem hann tók á mánudaginn.











