Lífið

Triang­le of Sadness sankaði að sér verð­launum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Glatt var á hjalla eftir verðlaunaafhendingar kvöldsins.
Glatt var á hjalla eftir verðlaunaafhendingar kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét

Kvikmyndin „Triangle of Sadness“ sankaði að sér verðlaunum á Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem fram fór í 35. sinn í kvöld í Hörpu.

Á verðlaunaafhendinguna mætti fjöldi kvikmyndagerðarmanna og leikara ásamt stjórnmálamönnum og áhugafólki. 

Kynnar kvöldsins voru Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og Hugleikur Dagsson, grínisti og listamaður.

Í stað þess að ganga á rauðum dregli gengu gestir á mosadregli sem vísaði í íslenska náttúru. Um það bil sjö hundruð erlendir gestir sóttu hátíðina.

Kvikmyndin „Triangle of Sadness“ hlaut verðlaun í fjórum flokkum. Flokkarnir voru, besta kvikmyndin, besti leikstjórinn, besti handritshöfundurinn og besti leikarinn.

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Ruben Östlund tileinkaði verðlaunin fyrir leikstjórn, leikkonunni Charlbi Dean sem fór með hlutverk Yaya í myndinni. Dean lést í ágúst síðastliðnum aðeins 32 ára gömul.

Ásamt Dean fóru Harris Dickinson, Woody Harrelson og Zlatko Buric með aðalhlutverk meðal annarra en Buric hlaut verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni.

Stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér að ofan.


Sigurvegara í helstu flokkum kvöldsins má sjá hér að neðan.

Besta kvikmyndin

  • „Triangle of Sadness“

Besta heimildarmyndin

  • „Mariupolis 2“

Besti leikstjórinn

  • Ruben Östlund fyrir „Triangle of Sadness“

Besta leikkonan

  • Vicky Kreps fyrir kvikmyndina „Corsage“

Besti leikarinn

  • Zlatko Buric fyrir kvikmyndina „Triangle of Sadness“

Besti handritshöfundur

  • Ruben Östlund fyrir „Triangle of Sadness“

Tengdar fréttir

Ganga gapandi inn í Eldborg

Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum.

Verða kynnar þegar Evrópsku kvik­­mynda­verð­­launin verða af­hent í Hörpu

Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.