Real Madrid að krækja í næstu vonarstjörnu Brasilíu eftir tvö ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 07:00 Hinn 16 ára gamli Endrick hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Ricardo Moreira/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid er við það að tryggja sér þjónustu 16 ára gamla undrabarnsins Endrick frá Palmeiras í Brasilíu. Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira