Kia valinn framleiðandi ársins hjá Top Gear Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. desember 2022 07:00 Afturendi Kia EV6. Bernhard Kristinn Kia var valinn framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki. Kia hefur á þessu ári komið með á markað fimmtu kynslóð Sportage og nýjan Niro, tvær söluhæstu gerðir Kia í Evrópu. Báðar gerðirnar buðu upp á miklar betrumbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal hvað varðar hönnun ytra byrðis og innanrýmis, tækniframfarir og sjálfbærnivottanir. „Kia hefur verið á ótrúlegri siglingu upp á síðkastið. Þrátt fyrir fordæmalausan mótvind virðist ekkert lát vera á uppsveiflunni. Þvert á móti virðist hugrekkið færast í aukana. Nýjasti Sportage er framúrskarandi fjölskyldubíll sem slær helstu keppinautum sínum ref fyrir rass. Nýi Niro er glæsilegur í útliti og býðst í bæði hybrid- og rafmagnsútfærslum, og Kia virðist ganga vel í umskiptunum yfir í algjörlega rafknúna bíla. EV6 GT býður upp á 577 hestafla útfærslu með ótrúlegri skriðstillingu,“ segir Jack Rix, ritstjóri Top Gear Magazine. David Hilbert, markaðsstjóri Kia Europe, tók við verðlaununum fyrir hönd Kia og sagði við það tilefni: „Árið 2022 hefur verið merkisár í sögu Kia. Vörumerkið varð samheiti fyrir rafvæðingu og setti ný viðmið fyrir framtíð samgangna. Markaðssetningin á EV6 GT markaði tímamót fyrir okkur, en með henni urðum við líka í fararbroddi rafmagnsvæðingar í flokki kraftmeiri bíla. Við þökkum TopGear.com fyrir að útnefna okkur „framleiðanda ársins“. Það er kærkomin viðurkenning á árangri vörumerkisins til þessa og við hlökkum til álíka árangurs árið 2023.“ Hliðarsvipur EV9. Áætlun fyrirtækisins lýsir markmiðum þess um sjálfbærni, þar á meðal um 14 algjörlega rafknúnar gerðir árið 2027. Næsta gerðin verður Kia EV9, sem kemur á markað í Evrópu árið 2023. Í Kia EV9 kristallast allir möguleikarnir sem rafbílar bjóða upp á og þökk sé hönnun fyrirtækisins á E-GMP undirvagninum mun þessi stóri rafbíll marka tímamót fyrir Kia í hátæknilegum og sjálfbærum samgöngum. Vistvænir bílar Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent
Kia hefur á þessu ári komið með á markað fimmtu kynslóð Sportage og nýjan Niro, tvær söluhæstu gerðir Kia í Evrópu. Báðar gerðirnar buðu upp á miklar betrumbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal hvað varðar hönnun ytra byrðis og innanrýmis, tækniframfarir og sjálfbærnivottanir. „Kia hefur verið á ótrúlegri siglingu upp á síðkastið. Þrátt fyrir fordæmalausan mótvind virðist ekkert lát vera á uppsveiflunni. Þvert á móti virðist hugrekkið færast í aukana. Nýjasti Sportage er framúrskarandi fjölskyldubíll sem slær helstu keppinautum sínum ref fyrir rass. Nýi Niro er glæsilegur í útliti og býðst í bæði hybrid- og rafmagnsútfærslum, og Kia virðist ganga vel í umskiptunum yfir í algjörlega rafknúna bíla. EV6 GT býður upp á 577 hestafla útfærslu með ótrúlegri skriðstillingu,“ segir Jack Rix, ritstjóri Top Gear Magazine. David Hilbert, markaðsstjóri Kia Europe, tók við verðlaununum fyrir hönd Kia og sagði við það tilefni: „Árið 2022 hefur verið merkisár í sögu Kia. Vörumerkið varð samheiti fyrir rafvæðingu og setti ný viðmið fyrir framtíð samgangna. Markaðssetningin á EV6 GT markaði tímamót fyrir okkur, en með henni urðum við líka í fararbroddi rafmagnsvæðingar í flokki kraftmeiri bíla. Við þökkum TopGear.com fyrir að útnefna okkur „framleiðanda ársins“. Það er kærkomin viðurkenning á árangri vörumerkisins til þessa og við hlökkum til álíka árangurs árið 2023.“ Hliðarsvipur EV9. Áætlun fyrirtækisins lýsir markmiðum þess um sjálfbærni, þar á meðal um 14 algjörlega rafknúnar gerðir árið 2027. Næsta gerðin verður Kia EV9, sem kemur á markað í Evrópu árið 2023. Í Kia EV9 kristallast allir möguleikarnir sem rafbílar bjóða upp á og þökk sé hönnun fyrirtækisins á E-GMP undirvagninum mun þessi stóri rafbíll marka tímamót fyrir Kia í hátæknilegum og sjálfbærum samgöngum.
Vistvænir bílar Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent