Lífið samstarf

Barnabókafjör í bókabúð Forlagsins á laugardaginn

Forlagið
Höfundar lesa úr bókum sínum á Barnabókafjöri Forlagsins á morgun laugardag. Boðið verður upp á kandífloss, piparkökur, mandarínur, djús og kaffi á meðan birgðir endast.
Höfundar lesa úr bókum sínum á Barnabókafjöri Forlagsins á morgun laugardag. Boðið verður upp á kandífloss, piparkökur, mandarínur, djús og kaffi á meðan birgðir endast.

Núna styttist í jólin og jólastressið að fara með marga foreldra sem eru að reyna að klára að kaupa jólagjafirnar en þurfa líka að finna eitthvað skemmtilegt fyrir börnin að gera.

Bókabúð Forlagsins ætlar að efna til barnabókafjörs á Fiskislóð laugardaginn 10. desember þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börnin og á meðan geta foreldrarnir keypt jólagjafirnar. Það verður enginn annar en Stjörnu-Sævar sem byrjar dagskrána klukkan 14 með því að sýna krökkunum loftsteina og segja þeim frá sólkerfinu og umhverfinu. 

Sannkölluð jólastemmning verður í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð á morgun.

Margrét Tryggvadóttir kynnir barnabókina Leitin að Lúru sem er fyrir allra yngstu bókaormana. Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Theodór Eggertsson lesa síðan upp úr nýju bókunum sínum Kollhnís og Næturfrost. Dagskránni lýkur með Birgittu Haukdal og Gunnari Helgasyni en þau lesa upp, syngja og stýra happdrætti!

Gunnar les upp úr bókinni Bannað að ljúga sem er eldfjörugt framhald af metsölubókinni Bannað að eyðileggja. Birgitta segir frá Láru og Ljónsa en bækurnar um þau hafa tröllriðið bóksölulistum í haust, og þá sérstaklega söngbókin Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa. Einnig verða teiknararnir Anna C. Leplar og Brian Pilkington á svæðinu að teikna fyrir krakkana. Anna er meðhöfundur bókarinnar Leitin að Lúru og Brian er Íslendingum að góðu kunnur fyrir verk sín, meðal annars bækurnar Jólin okkar og Jólakötturinn.

Boðið verður upp á kandífloss, piparkökur, mandarínur, djús og kaffi á meðan birgðir endast.

Bókabúð Forlagsins er stærsta bókabúð landsins – þar er frábært úrval af bókum frá öllum helstu bókaútgefendum á landinu. Bækurnar er á 15% afslætti allan ársins hring. Nóg er af bílastæðum og gott aðgengi í búðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.