Enrique hættir með Spánverja Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 12:00 Enrique segir adios. Denis Doyle/Getty Images Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar. Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar. HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið. Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið. OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd— RFEF (@rfef) December 8, 2022 Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var. Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu. Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin. Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar.
HM 2022 í Katar Spænski boltinn Tengdar fréttir Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01 Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni. 6. desember 2022 08:01
Lét leikmennina sína taka þúsund víti Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður. 6. desember 2022 12:01