Peterr með 38 fellur í æsispennandi leik Snorri Rafn Hallsson skrifar 7. desember 2022 16:31 Minidegreez tryggði Þór hnífalotuna gegn SAGA í Ancient og fékk Þór því að byrja í vörn í leiknum. Það fór ekki betur en svo að SAGA vann fyrstu fjórar loturnar og tókst í þremur tilfellum að koma sprengjunni fyrir og verja hana aðgerðum Þórsara. Í fimmtu lotu náði Minidegreez þó að aftengja sprengjuna og jafnaði Þór, 4–4, í kjölfarið. Leikmenn SAGA voru þó enn sjóðheitir og áttu greiða leið inn á sprengjusvæðið þar sem þeir sprengdu sprengjuna í næstu þremur lotum á eftir til að komast yfir á ný. Úr varð sex lotu runa og forskot SAGA inn í síðari hálfleikinn virkilega gott. Staða í hálfleik: Þór 5 – 10 SAGA Öflugur sóknarleikur hafði reynst SAGA vel og sömu sögu var að segja fyrir Þór sem tókst snemma að minnka muninn í 11–10 með því að halda uppi góðri pressu. Hvorugt liðið lét þó andstæðinginn buga sig algjörlega, SAGA kom sér í 14–10 áður en Þórsarar jöfnuðu og komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum í 29. lotu þegar leikmenn SAGA voru orðnir blankir. ADHD var einn gegn 4 leikmönnum og tókst að taka út 2 þeirra, þar á meðal Peterrr sem rofið hafði 30–fellu múrinn skömmu áður en allt kom fyrir ekki og Þór var með yfirhöndina inn í síðustu lotuna. SAGA lék þá með tvo vappa á vellinum en fallegt samspil Dom og Zerq kom leiknum í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: Þór 15 – 15 SAGA SAGA vann fyrstu lotuna í framlengingu en Þór komst fljótlega fram úr á ný. Síðasta lotan fór rólega af stað þar sem SAGA beitti alls konar búnaði til að hægja á leiknum en þegar liðin mættust loks skiptust þau á mönnum. Enduðu ADHD og Rean einir tveir eftir og þegar ADHD reyndi að koma sprengjunni fyrir tók Rean hann út og skilaði Þór þar með sigri í lotunni og leiknum. Lokastaða: Þór 19 – 17 SAGA Með sigrinum jafnaði Þór Dusty að stigum og sitja liðin nú í 2.-3. sæti á eftir Atlantic. Næstu leikir liðanna: Þór – Fylkir, þriðjudaginn 3/1, klukkan 19:30 SAGA – Atlantic, fimmtudaginn 5/1, klukkan 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Tengdar fréttir H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu. 2. desember 2022 13:31 WZRD göldróttur í Ancient Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi. 30. nóvember 2022 14:01
Minidegreez tryggði Þór hnífalotuna gegn SAGA í Ancient og fékk Þór því að byrja í vörn í leiknum. Það fór ekki betur en svo að SAGA vann fyrstu fjórar loturnar og tókst í þremur tilfellum að koma sprengjunni fyrir og verja hana aðgerðum Þórsara. Í fimmtu lotu náði Minidegreez þó að aftengja sprengjuna og jafnaði Þór, 4–4, í kjölfarið. Leikmenn SAGA voru þó enn sjóðheitir og áttu greiða leið inn á sprengjusvæðið þar sem þeir sprengdu sprengjuna í næstu þremur lotum á eftir til að komast yfir á ný. Úr varð sex lotu runa og forskot SAGA inn í síðari hálfleikinn virkilega gott. Staða í hálfleik: Þór 5 – 10 SAGA Öflugur sóknarleikur hafði reynst SAGA vel og sömu sögu var að segja fyrir Þór sem tókst snemma að minnka muninn í 11–10 með því að halda uppi góðri pressu. Hvorugt liðið lét þó andstæðinginn buga sig algjörlega, SAGA kom sér í 14–10 áður en Þórsarar jöfnuðu og komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum í 29. lotu þegar leikmenn SAGA voru orðnir blankir. ADHD var einn gegn 4 leikmönnum og tókst að taka út 2 þeirra, þar á meðal Peterrr sem rofið hafði 30–fellu múrinn skömmu áður en allt kom fyrir ekki og Þór var með yfirhöndina inn í síðustu lotuna. SAGA lék þá með tvo vappa á vellinum en fallegt samspil Dom og Zerq kom leiknum í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: Þór 15 – 15 SAGA SAGA vann fyrstu lotuna í framlengingu en Þór komst fljótlega fram úr á ný. Síðasta lotan fór rólega af stað þar sem SAGA beitti alls konar búnaði til að hægja á leiknum en þegar liðin mættust loks skiptust þau á mönnum. Enduðu ADHD og Rean einir tveir eftir og þegar ADHD reyndi að koma sprengjunni fyrir tók Rean hann út og skilaði Þór þar með sigri í lotunni og leiknum. Lokastaða: Þór 19 – 17 SAGA Með sigrinum jafnaði Þór Dusty að stigum og sitja liðin nú í 2.-3. sæti á eftir Atlantic. Næstu leikir liðanna: Þór – Fylkir, þriðjudaginn 3/1, klukkan 19:30 SAGA – Atlantic, fimmtudaginn 5/1, klukkan 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Tengdar fréttir H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu. 2. desember 2022 13:31 WZRD göldróttur í Ancient Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi. 30. nóvember 2022 14:01
H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu. 2. desember 2022 13:31
WZRD göldróttur í Ancient Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi. 30. nóvember 2022 14:01
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn