„Bíllinn fangar fyrirætlanir fyrirtækisins sem eru að byggja rafbíla með alvöru frammistöðu ig aksturseiginleika,“ segir í tilkynningu frá Lexus.

Bíllinn á að komast úr kyrrstöðu í 100 km/klst á um tveimur sekúndum. Slíkt er á pari við Formúlu 1 bíl. Önnur tala sem Lexus gaf út í dag snýr að drægni bílsins, sem er um 700 km á hleðslunni.
„Tölurnar eru auðvitað mikilvægar en ég vill að þessu bíll sé viðmiðið fyrir framtíðar Lexus bíla þegar kemur að aksturseiginleikum og hvernig upplifun Lexus á að skilja eftir,“ sagði Koji Sato, yfirmaður Lexus.

Bíllinn verður líklega búinn stýrisbúnaði sem byggir á að stýrið er ekki tengt beint við hjólabúnaðinn heldur einungis í gegnum víratengingu (e steer-by-wire). Slíkt á að skila betri stýringu á lágum hraða og auknum stöðugleika á hraðbrautum.