Davis gefur Lakers von Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2022 23:01 Anthony Davis var óstöðvandi í Washington. Greg Fiume/Getty Images Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis. Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers Körfubolti NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers
Körfubolti NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira