Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 10:30 Anthony Davis reynir hér að komast framhjá Giannis Antetokounmpo í leik Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers í nótt. Vísir/Getty Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar. Los Angeles Lakers gerði góða ferð til Milwaukee þar sem þeir náðu í sigur gegn liði Bucks. Stórleikur Giannis Antetokounmpo, sem skoraði 40 stig í leiknum, dugði ekki til því Anthony Davis gerði enn betur og skoraði 44 stig í 133-129 sigri Lakers liðsins. Í leiknum komst LeBron James uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstu menn frá upphafi í NBA-deildinni. Hann er nú í sjötta sæti listans og áfanganum náði hann í fjórða leikhluta þegar hann gaf sendingu á Davis sem skoraði með þriggja stiga skoti. What a performance by Anthony Davis.44 PTS10 REB4 AST3 BLKW pic.twitter.com/iF0JZrZgQG— NBA (@NBA) December 3, 2022 „Þetta er þýðingamikið, augljóslega. Það var mjög smitandi að fylgjast með Magic og hvernig hann nálgaðist leikinn. Liðsfélagar hans elskuðu að spila með honum því leikgleðin var svo mikil sem og hæfileikinn til að gefa boltann og fá aðra með í leikinn. Hann var alltaf spenntur að sjá liðsfélaga sína vera frábæra. Ég hef alltaf dáðst að þessu hjá honum,“ sagði LeBron eftir leikinn í nótt. James skoraði 28 stig í leiknum í nótt og vantar núna aðeins 936 stig til að komast upp fyrir Kareem-Abdul Jabbar og verða stigahæsti leikmaður sögunnar í NBA. Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Washington Wizards 117-116 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 117-109 Boston Celtics - Miami Heat 116-120 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 114-105 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 107-96 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 117-109 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 99-117 Phoenix Suns - Houston Rockets 121-122 Utah Jazz - Indiana Pacers 139-119 Golden State Warriors - Chicago Bulls 119-111 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Los Angeles Lakers gerði góða ferð til Milwaukee þar sem þeir náðu í sigur gegn liði Bucks. Stórleikur Giannis Antetokounmpo, sem skoraði 40 stig í leiknum, dugði ekki til því Anthony Davis gerði enn betur og skoraði 44 stig í 133-129 sigri Lakers liðsins. Í leiknum komst LeBron James uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstu menn frá upphafi í NBA-deildinni. Hann er nú í sjötta sæti listans og áfanganum náði hann í fjórða leikhluta þegar hann gaf sendingu á Davis sem skoraði með þriggja stiga skoti. What a performance by Anthony Davis.44 PTS10 REB4 AST3 BLKW pic.twitter.com/iF0JZrZgQG— NBA (@NBA) December 3, 2022 „Þetta er þýðingamikið, augljóslega. Það var mjög smitandi að fylgjast með Magic og hvernig hann nálgaðist leikinn. Liðsfélagar hans elskuðu að spila með honum því leikgleðin var svo mikil sem og hæfileikinn til að gefa boltann og fá aðra með í leikinn. Hann var alltaf spenntur að sjá liðsfélaga sína vera frábæra. Ég hef alltaf dáðst að þessu hjá honum,“ sagði LeBron eftir leikinn í nótt. James skoraði 28 stig í leiknum í nótt og vantar núna aðeins 936 stig til að komast upp fyrir Kareem-Abdul Jabbar og verða stigahæsti leikmaður sögunnar í NBA. Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Washington Wizards 117-116 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 117-109 Boston Celtics - Miami Heat 116-120 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 114-105 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 107-96 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 117-109 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 99-117 Phoenix Suns - Houston Rockets 121-122 Utah Jazz - Indiana Pacers 139-119 Golden State Warriors - Chicago Bulls 119-111
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira