Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 10:03 Næsta bíóár verður eitthvað! Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni. Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra. Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári. Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie. Þessar stiklur má sjá hér að neðan. Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter. Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka. Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018. Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni. Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra. Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári. Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie. Þessar stiklur má sjá hér að neðan. Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter. Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka. Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018. Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira