Myndband: Mercedes-AMG One rústaði brautarmetinu á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. nóvember 2022 08:01 Mercedes-AMG One Norðurslaufan á Nürburgring er einskonar mælistika á getu sportbíla af öllum stærðum og gerðum. Brautin er tæpir 21 kílómetri að lengd. Fyrra met fyrir fjöldaframleidda bíla átti Porsche 911 GT2 RS og það var 6 mínútur og 43 sekúndur, sléttar. Mercedes-AMG One bætti metið um 7,817 sekúndur. Vissulega eru AMG One og Porsche-inn ekki til í tugum þúsunda eintaka og því ekki fjöldaframleiddir samkvæmt skilningi flests fólks á því. En AMG One er til í 275 eintökum og Porsche 911 GT2 RS er til í 200 eintökum. Meðfylgjandi er myndband af YouTube rás Nürburgring. Það er óhætt að mæla með að hækka í hljóðinu og njóta í rúma sex og hálfa mínútu. Ökumaðurinn sem setti metið á AMG One var Maro Engel. Metið var sett 28. október síðastliðin við snúnar aðstæður. Brautin var rök á köflum og þær aðstæður bjuggu til stuttan glugga þar sem brautin var ásættanleg fyrir þessa tilraun. Engel gat lagt í fjórar tilraunir. Engel hafði þegar sett met í einni af fyrstu tilraunum sínum en þegar kom að þeirri fjórðu voru aðstæður með besta móti þann daginn og síðasta tilraunin var sú hraðasta. AMG One er 1049 hestafla tryllitæki hvers vél á afar mikið skylt við 1,6 lítra Formúlu 1 vél Mercedes. AMG One er með fjórum rafmótorum og er 2,9 sekúndur í 100 km/klst., 7 sekúndur í 200 km/klst. og hámarkshraðinn er 352 km/klst. Á Norðurslaufunni náði AMG One 338 km/klst. á Döttingar Höche kaflanum. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent
Vissulega eru AMG One og Porsche-inn ekki til í tugum þúsunda eintaka og því ekki fjöldaframleiddir samkvæmt skilningi flests fólks á því. En AMG One er til í 275 eintökum og Porsche 911 GT2 RS er til í 200 eintökum. Meðfylgjandi er myndband af YouTube rás Nürburgring. Það er óhætt að mæla með að hækka í hljóðinu og njóta í rúma sex og hálfa mínútu. Ökumaðurinn sem setti metið á AMG One var Maro Engel. Metið var sett 28. október síðastliðin við snúnar aðstæður. Brautin var rök á köflum og þær aðstæður bjuggu til stuttan glugga þar sem brautin var ásættanleg fyrir þessa tilraun. Engel gat lagt í fjórar tilraunir. Engel hafði þegar sett met í einni af fyrstu tilraunum sínum en þegar kom að þeirri fjórðu voru aðstæður með besta móti þann daginn og síðasta tilraunin var sú hraðasta. AMG One er 1049 hestafla tryllitæki hvers vél á afar mikið skylt við 1,6 lítra Formúlu 1 vél Mercedes. AMG One er með fjórum rafmótorum og er 2,9 sekúndur í 100 km/klst., 7 sekúndur í 200 km/klst. og hámarkshraðinn er 352 km/klst. Á Norðurslaufunni náði AMG One 338 km/klst. á Döttingar Höche kaflanum.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent